Vera - 01.06.1992, Blaðsíða 18

Vera - 01.06.1992, Blaðsíða 18
menn væru ekki eins orðljótir. Einungis einu sinni var því hreytt í mig að karlmenn gætu nú orðið hvergi fengið frið íyrir kvenfólkinu, við værum búnar að troða okkur allsstaðar! í hvert skipti sem ég byrjaði á nýjum vinnustað bjóst eng- inn við neinu af mér og menn urðu alltaf jafn hissa á að ég skyldi til dæmis kunna að sjóða, og jafnan gall við í mikl- um undrunartón „hva, hún getur þetta stelpan". Eitt sinn, er ég var við vinnu mína ásamt öðrum, kom utanaðkomandi maður aðvíf- andi inn á verkstæðið, snéri sér að vinnufélaga mínum og sagðist þurfa að láta rafsjóða smá hlut íyrir sig. Vinnufélagi minn bað mig að sjóða fyrir manninn sem ég og gerði. En maðurinn hafði sínar efa- semdir, spurði hvort þetta yrði nógu fast soðið hjá mér. Kannski hefur hann haldið að konur sjóði lausar en karl- menn! Ef svo bar undir að ég var nærstödd þegar síminn hringdi, gat ég ekki svarað eins og hver annar starfsmaður verkstæðisins, því venjulega var beðist afsökunar og lagt á þegar kvenmannsrödd svaraði - eílaust hefur viðkomandi haldið að hann hafi hringt í vitlaust númer. Þá brá ég á það ráð að svara með nafni fyrir- tækisins. En ekki gekk það betur, menn héldu að annað- hvort væri ég símastúlka og báðu mig um að gefa sér samband við hina og þessa í fyrirtækinu, eða að ég væri einkaritari verkstjórans og vildu fá að vita hvernig hin og þessi verk gengu og hvenær þau yrðu tilbúin. Þegar hópar komu í skoð- unarferð í fyrirtækin varð ég oft hluti af sýningunni, fólk stoppaði þar sem ég var að vinna og góndi forvitnislega á mig; engu líkara en það væri að velta fyrir sér hvort hér væri um einhverja tækninýjung að ræða. Vinnustaðaumræðurnar voru yfirleitt á karlmannlegum nótum ef svo má orða, það er bíiar, veiðar, knattspyrna. Ekkert af þessum umræðu- efnum höfðar til mín svo ég var allshugar fegin, hvað þetta varðar, þegar ég fyrir fáeinum mánuðum skipti yfir á vinnu- stað þar sem eingöngu konur vinna. Rótgróinn karlamórnll Félagsiega séð eru verkstæði fjandsamleg konum vegna hins rótgróna karlamórals sem þar ríkir. Sem dæmi má nefna að hreinlætisaðstaðan er í flestum tilvikum (tveimur af þremur í mínum tilvikum) ekki ætiuð konum. Annað hvort þarf maður að fara langar leiðir á salernið sem ætlað er skrifstofufólkinu, eða fara enn lengri leið, það er að segja alla leið heim. Svo eru það daga- tölin sem þekja suma veggina, en eins og flestir vita „prýða“ þau misfáklæddar stúlkur, (dagatölin eiga rejmdar að heita auglýsingaplaköt fyrir erlenda véla- og varahluta- framleiðendur). Ekki get ég sagt að mér hafi liðið sérstak- lega vel undir þessum mynd- um, enda reyndi ég að leiða þær hjá mér. Það gat verið erfitt þvi stundum kom fyrir að yngri mennirnir reyndu að beina athygli minni að þeim með þvi að spyrja mig álits á vaxtarlagi pappírsstúlknanna, hvort hinn eða þessi líkams- hluti væri ekki svona og svona. Ég var þó aldrei vör við að þeir veittu mér samskonar athygli og pappírsstúlkurnar fengu, enda var ég í vinnugalla eins og hver annar starfsmaður og oft óhrein upp fyrir haus. Þegar ég var komin í venjuieg föt þá brá svo við að þeir þekktu mig tæpast og ég þurfti jafnvei að kynna mig fyrir þeim ef ég hitti þá á förnum vegi. Hvað gerist? Eflaust munu konur sjást í auknum mæii í „karlastörfum" í framtíðinni, enda er ekkert sem aftrar þeim til iðnnáms. En það vantar mikið upp á að vinnustaðirnir séu reiðubúnir til að taka á móti kvenkyns starfsmönnum, og þvi spurn- ing hvort þær haidist í grein- inni til frambúðar. Til þess að svo verði, þurfa vinnustaðirnir að vera i nánara sambandi við skólana og búa sig betur undir að taka á móti kvenfóiki. Jafnvel hafa það sem reglu að ráða frekar tvær eða fleiri til starfa heldur en eina. Ég kunni til dæmis mun betur við mig í vinnunni síðastliðið sum- ar þegar kvenverkfræðinemi kom í þjálfun í nokkrar vikur. Einnig held ég að það væri ráð að þær konur sem starfa í hefðbundnum „karlastörfum" tækju sig saman og funduðu um „sin mál“. Ég veit ekki hvort ég á eftir að koma aftur inn á verkstæði sem starfsmaður. Ef ég vissi að kynsystur mínar væru þar fyrir hugsaði ég mig vel um. En mér flnnst sú tilhugsun, að vera ein meðal hundrað karl- manna, ekki freistandi. Því það getur verið eríitt að vera kona í karlamóral. □ María Karen Sigurðardóttir 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.