Vera - 01.06.1992, Side 20

Vera - 01.06.1992, Side 20
ÞAÐ ER KARLA AÐ BREYTA KÖRLUM SEGJA NORSKIR KARLMENN OG LEGGJA ÁHERSLU Á EIGIN ÁBYRGÐ Á OFBELDI „ Það eru fyrst og fremst karlar sem beita ofbeldi. Oftast með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið allt og hverja ein- staka manneskju. Ofbeldi er oft falið - ósýnilegt. Það á sérstaklega við um ofbeldi sem á sér stað inn á heimilum. Ofbeldi er samofið sjálfu karl- hlutverkinu, hluti af því. Of- beldi er alltaf á ábyrgð þess sem fremur það en endan- lega er það á ábyrgð allra karla. Því eru það fyrst og fremst karlar sem eiga og þurfa að vinna gegn ofbeldi. Gera það sýnilegt og hafna því. Það geta þeir m.a gert með því að vinna með kon- um, með því að vinna að bœttri réttarstöðu kvenna og barna. Þeir geta það með aukinni þátttöku í umönnun og uppeldi barna sinna. Það er karla að breyta körlum." annig hljóða lokaorð skýrslu norsks starfs- hóps sem hafði það verkefni að hrinda af stað umræðu um stöðu karla í norsku samfélagi og hvernig mætti hafa áhrif á þróun karlhlutverksins. í starfi nefnd- arinnar var lögð áhersla á þrjá megin þætti. Karla og umönnun, karla og skilnaði og ekki síst karla og ofbeldi. Það er sá þáttur skýrslunnar sem ég ætla að gera grein fyrir hér. Ég hef stuðst við hana t.d. í kennslu þar sem ég hef íjallað um ofbeldi gegn kon- um. Það sem vakti athygli mína var fyrst og fremst sú ábyrgð sem þessir norsku karlar taka á ofbeldi og hvernig þeir hafna alfarið að það megi leita skýringa eða afsökunar á ofbeldisverknaði í háttalagi þess sem beittur er ofbeldi, þ.e. i langflestum tilfell- um konunnar. Þeir hafna líka þeirri fullyrðingu að ofbeldi karla gegn konum megi afsaka og skilja sem einstaklingsbundið frávik eða timabundna geðveiki. Þessi afstaða til ofbeldis kem- ur einnig fram í meðferðartil- boðum sem norskir karlar geta valið um. Nefndarmenn mæla með meðferð sem felur í sér þá afstöðu að til að geta upprætt of- beldi gegn konum verði að ráðast að sjálfri rótinni að meinsemd- inni, þ.e. karlhlutverkinu. Sýnilegt - ósýnilegt ofbeldi Nefndarmenn benda á þá stað- reynd að það eru fyrst og fremst karlar sem beita ofbeldi, hvort heldur það er í formi götuárása, nauðgana, stríðsrekstrar eða heimilisofbeldis. Það er líka stað- reynd að karlar verða fyrir ofbeldi en þá iýrst og fremst sýnilegu ojbeldi. Sýnilega ofbeldið er oftast framið af ungum körlum og beinist að ungum körlum. Það ofbeldi er fordæmt, fær umfjöllun í Qölmiðlum, það eru settar niður samstarfsnefndir, gerðar tillögur um fyrirbyggjandi aðgerðir og strangari refsingar, og lögreglan styrkt með ráðum og dáð. Ósýnilega ofbeldið - sem á sér stað í skjóli heimilanna og frið- helgi einkalífsins og beinist fyrst og fremst að konum og börnum er mun stærra vandamál. Þar eru flest fórnarlömbin - mun fleiri en þau sem verða fyrir árásum ofbeldiskarla á götum úti. Ósýni- lega ofbeldið er framið af körlum á öllum aldri. Þetta ofbeldi hefur verið falið - eins og óhreinu börn- in hennar Evu. Tölur sýna að það er hættulegra fyrir norska konu að vera heima hjá sér á laugar- dagskvöldi heldur en að vera úti meðal fólks. Það sama á við um bandarískar konur. Því miður eigum við engar íslenskar tölur, en reynslan gefur okkur þá vis- bendingu að það sé ekkert betra ástand hjá okkur í þessum og sambærilegum málum. Norskar tölur sýna að aðeins 2% nauðg- ana er framið af karli sem fórnarlambið, konan, þekkir alls ekki. Norska karlanefndin neitar að lifa við þessar og álíka stað- reyndir. Þessu vill hún breyta. Afsal á illa fengnum eignarrétti Þar sem afleiðingar sýnilegs og ósýnilegs ofbeldis hafa verið kannaðar og metnar t.d. til fjár, kemur í Ijós að neikvæðar afleið- ingar ósýnilega heimilisofbeldis- ins eru mun alvarlegri og dýrari fýrir samfélagið en afleiðingar götuofbeldisins. Miðað við um- ræðu, athygli og ijármagn sem sett er í þessa tvo málaflokka mætti halda að dæmið væri öfugt. (Þetta á örugglega við hér á ísiandi eins og í Noregi.) Hver kannast ekki við kröfuna um aðgerðir og fleiri lögregluþjóna út á götur og stræti sem spretta upp á hverju vori þegar unga fólkið streymir út á götur og torg. Áhyggjur og hræðsla almennings eru skiljanlegar - en konur landsins og börn þurfa lítið að óttast unglingana. Þeim er hætt- ara heima. Með góðum vilja má skýra hik valdhafa til að afhjúpa og ráðast á ósýnilega ofbeldið - inn á heimil- in. Þau eru vernduð með stjórn- arskrárákvæðum um friðhelgi. Norska karlanefndin fullyrðir að túlkun löggjafans og dómsvalds- ins á því hvað er „friðhelgi" taki mið af að vernda karia frá afskipt- um annarra þannig að þeir geti gert það sem þeim sýnist í einkalífi sínu og inn á „sínum“ heimilum. Túlkunin sé alls ekki konum og börnum sem búa á heimilunum í hag. íslenskir stjórnarskrár- og lagatúlkendur túlka hugtakið „friðhelgi" á svip- aðan hátt og þeir norsku. í stuttri 20

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.