Vera - 01.06.1998, Page 3
Gamli, góði keppnisandinn
„Viö erum stödd á árinu 1998 en ekki 1908," segir í grein um launamun kynjanna hér í blaöinu
)ar sem fjallað er um niðurstöður könnunar á launum félagsmanna í Verslunarmannafélagi Reykja-
víkur sem gerð var í febrúar 1997. Þar kemur fram að konur höfðu 40% lægri laun en karlar -
fengu 128.488 krónur á mánuði en karlar 180.353 krénur. Munurinn er 51.887 krénur og mun-
ar um minna. Könnunin var gerð áður en kjarasamningar tókust á síðasta ári. í henni kemur einnig
fram að aðeins 3,7% félagsmanna í fullu starfi fá greidd laun eftir VR taxta en þeir eru á bilinu
55.000 til 73.000 krónur á mánuði. Er ekki undarlegt að ár eftir ár skuli samið um launataxta sem
eru svena langt frá raunveruleikanum? Hvaða atvinnurekendur skyldi Vinnuveitendasambandið
vera að verja þegar það segist alls ekki geta samið um hærri laun? Flest bendir til að það sé helst
hið epinbera sem greiðir laun samkvæmt töxtum.
Fyrirtækjasamningar eru sem sé algengastir Dg þar gildir sú regla að launin séu trúnaðarmál.
Könnun VR staðfestir að í slíkum samningum bera konur mun minna úr býtum en karlar eg um þá
staöreynd má hafa uppi ýmsar skýringar. Skiptir þá engu að lög um jöfn laun karla Dg kvenna hafa
verið í gildi í rúm 20 ár. í nýlegu VR blaði veltir talsmaður félagsins fyrir sér skýringum á þess-
um mikla launamun og kemst að því með „viðurkenndum aðferðum" að 34,1% af muninum sé eðli-
legur og megi skýra með kynferði,- kröfum um ábyrgð, þekkingu og færni í vinnu,- vinnutíma og
starfsheiti. Liðurinn „kröfur um ábyrgð, þekkingu og færni í vinnu" er t.d. allur körlum í hag. (Þið
vitið hvað konur eru ábyrgðarlausar í vinnunni og vita lítið hvað þær eru að gera). Það sem skipt-
ir hins vegar sköpum hjá karlkyninu er „rétt viðhorf til vinnunnar" og það viðhorf byggist á gamla,
góða keppnisandanum. Þeir hafa metnað fyrir hönd fyrirtækisins, vilja lesa sig til í frítímanum og
eru fúsir til að vinna yfirvinnu. Konur eru hins vegar með hugann heima og flýta sér burt um leið
og vinnu lýkur.
Umhugsunarvert dæmi um þetta viðhorf kemur fram í viðtali við konu sem vann hjá þjónustufyrir-
tæki á höfuðborgarsvæðinu. Þegar henni gekk ekkert að fá stöðuhækkun, eins og henni hafði ver-
iö lofað og karlmennirnir i kringum hana voru að fá, var henni sagt að ástæðan væri sú að hún
væri ekki nógu grimm í samskiptum við samstarfsfólk sitt og ekki tilbúin að vaða eld og brenni-
stein fyrir fyrirtækið. Þannig starfskraftar eru nefnilega verðlaunaðir.
0g nú er „góðærið" að fara úr böndunum og viðvörunarbjöllur ríkisstjérnarinnar byrjaðar að ýla.
Það verður að gera ráðstafanir til þess að klúðra þessu ekki einu sinni enn, t.d. með því að hætta
við skattalækkunina sem lofað var í síðustu kjarasamningum og á að koma til framkvæmda um
næstu áramót. En hverjir eru það sem ættu að hægja ferðina? Eru það ekki karlmennirnir með
keppnisstýrða viðhorfið? Ættu þeir ekki að gera minna af því að vaða eld og brennistein fyrir fyr-
irtækin og huga að því sem er að gerast í kringum þá, til dæmis heima hjá þeim? Og til þess að
koma á örlítið meira réttlæti í þjóðfélaginu væri þá ekki ráð að bæta konum upp launamuninn? ÞaÖ
mætti t.d. byrja á hjúkrunarfræðingum sem fá 118.000 krónur í byrjunarlaun og 154.000 til
190.000 krónur ef þær eru hjúkrunarforstjórar og bera ábyrgð á heilbrigðiskerfi okkar sem for-
sætisráðherra segir í 17. júní ræðu að sé öðrum þjóðum til fyrirmyndar. 38 karlar í VR könnuninni
fengu 800.000 krónur í laun á mánuði. Þeir fá 448.000 krónum meira en hjúkrunarforstjórinn og
er munurinn 3.718.000 krónur eftir árið. Er það ekki verð á sæmilegum jeppa? Ein af ástæðum
þess að rauð aðvörunarljós blikka i stjórnborði þjóðarskútunnar er einmitt sú að bilainnflutningur
hefur aukist um 30% fyrstu mánuði ársins og þar meö viðskiptahallinn við útlönd. Já, það fylgir
því ábyrgð að æsa keppnisskapið upp í strákunum.
Hverjir hafa lagt sitt
á vogarskálar jafnréttis?
Hverjir hafa unnið jafnréttis-
baráttunni gagn og hverjir ógagn?
Sendu VERU ábendingar.
plús
Þáttaröðin Afrekskonur í íþróttum
sem sýnd hefur veriö í ríkissjónvarpinu. Konur sem standa
sig vel í íþróttum eru mikilvægar fyrirmyndir ungra stúlkna
sem margar vita ekki hvaöa stefnu þær eiga aö taka i lífinu.
Verkefniö var styrkt af íþrótta- og Ólympíusambandi íslands,
menntamálaráöuneytinu og Jafnréttisnefnd Reykjavíkur-
borgar.
Fjölgun kvenna í sveitarstjórnum
en í kosningunum í vor fjölgaði þeim um 3%, úr 25 í 28%
sveitarstjórnafulltrúa. Þetta er aö sönnu skref í áttina, þótt lít-
iö sé. Sama fjölgun átti sér staö í kosningunum 1994. Ef
skrefin veröa ekki stærri næstu ár veröur fullu jafnrétti ekki
náö fyrr en áriö 2025!
Meðferð fyrir karla sem beita ofbeldi
sem karlanefnd Jafnréttisráös kom á fót og Rauöi krossinn
sér um. Um 20 karlar hafa haft samband og farið i einstak-
lingsviötal viö sálfræöinga. Fyrsta námskeiðiö hófst í lok júní
og í haust veröa haldin fleiri námskeiö. Viötalspantanir og
upplýsingar eru í síma 570 4000.
Sýknudómur vegna nauðgunar
sem Hæstiréttur kvaö upp en Héraðsdómur haföi dæmt
sem nauögun. Maður beitti sambýliskonu sína haröræöi og
veitti henni líkamsmeiösl eftir rifrildi, aö þvi loknu hafði hann
samfarir viö hana sem konan taldi nauögun. Sýknudómur-
inn byggir m.a. á skorti á sönnunum og aö pariö hafi tekið
upp sambúö aftur, auk þess sem konan hafi ekki borið neina
áverka eftir samfarirnar. Þessi dómur er hættulegt fordæmi
fyrir ofbeldisfulla karlmenn í sambúö og hjónabandi.
Viðsemjendur hjúkrunarfræðinga
fyrir seinagang f samningaviöræöum sem leitt hefur til þess
aö 60% hjúkrunarfræðinga á stóru sjúkrahúsunum í Reykja-
vík hafa sagt upp störfum. Stofnanasamningum átti aö Ijúka
um sföustu áramót og því ekki skrýtið að þessa stétt hafi
brostið langlundargeöið þegar mánuöirnir liöa viö óviöun-
andi kjör.
v ra 3