Vera - 01.06.1998, Qupperneq 24
Jii
^ r.
jí
i
m
réttlæti
m-
Carlota Duarte kom með tvær Ijósmyndasýning-
ar á listahátíð - myndir indíánanna frá Chiapas og eigin
myndir af Odellu.
Carlota Duarte til-
heyrir alþjódlegu
systrareglunni
Sacred Hearts sem
starfar eftir kjörordinu
menntun er réttlæti. Regl-
an er upprunnin í Frakk-
landi og starfar í löndum um allan heim. Menntun kvenna er eitt
meginmarkmid reglunnar og starfa systurnar vítt og breitt um sam-
félagid vid kennslu af ýmsu tagi. Þegar Carlota kynntist Odellu
kenndi hún fátæku fólki í Boston handverk og segir ad kynni beirra
hafi audgad líf sitt. Vinna hennar med Maya indíánunum í Ijós-
myndasafninu í Chiapas er einnig í anda Sacred Hearts bví hún
midar ad því ad fá frumbyggjum í hendur tæki til ad auka vídsýni
þeirra og menntun. Carlota lítur á þad sem forréttindi ad hafa feng-
id ad kynnast indíánunum og menningu þeirra.
Það var af innri þörf sem Carlota hélt á svæði
Maya indíána í Mexíkó því hún var að leita
að sínum eigin rótum. Faðir hennar var frá
Yucatan héraðinu norðan við Chiapas en Car-
lota ólst upp í Bandaríkjunum. 24 ára að aldri
gerðist hún meðlimur Sacred Hearts og stund-
aði listnám með styrk frá þeim.
„Það var árið 1992 sem ég hóf að vinna með
Maya indíánakonum en þær starfrækja félag í
San Cristóbal de Las Casas sem er höfuðborg
Chiapas fylkis,” segir Carlota. “Félagið heitir
Sbeik Jchanvunetik, sem þýðir Leiðir til
menntunar, og stendur fyrir lestrarkennslu,
barnagæslu, leigu á húsnæði, matartilbúningi,
lögfræðiráðgjöf, rekstri bókasafns og útvegun
námsstyrkja. Starfið miðast einkum við konur
sem lifa á því að selja handverk og hafa verið
reknar úr samfélögum ættflokka sinna. Ég
byrjaði á því að halda ljósmyndanámskeið og
setja upp sýningu með þeim en síðan hefur
verkefnið vaxið og þróast. Árið 1995 var mér
boðin staða við Ciesas, mannfræðistofnun í
Mexíkóborg, og yrði starfið fólgið í því að
koma á fót Ijósmyndasafni í San Crisóbal og
24 víra
þjálfa frumbyggja í Ijósmyndun í því skyni að
varðveita heimildir um menningu þeirra og
siði og kynna hana fyrir öðrum. Þetta starf
hefur verið einstaklega skemmtilegt en í safn-
inu varðveitum við ekki bara Ijósmyndir held-
ur einnig ýmsar ritaðar heimildir um líf Maya
indíána. Til þess að standa undir rekstrinum
fáum við fé úr sjóði sem ég stofnaði í Banda-
ríkjunum og vinir mínir og samstarfskonur
leggja fé í. Þannig safnast nokkur þúsund
dollarar á ári og við getum veitt fjölda fólks
aðgang að vinnu þar sem það fær tækifæri og
rými til að vinna með fólki úr öðrum ætt-
flokkum og kynnast menningu þeirra. Á safn-
inu veitum við einnig ýmsa aðra aðstoð, ég
hef t.d. hjálpað konum að kaupa sér gleraugu
og strigaskó til að geta stundað leikfimi,” seg-
ir Carlota brosandi. „Ég er að byggja brú á
milli menningarheima frekar en að vinna sem
trúuð manneskja. Trúin er fyrir mig persónu-
lega en þegar maður leggur réttlætinu lið er
maður vissulega að vinna trúarstarf. Trúar-
starf byggir ekki bara á kennisetningum.”
Carlota segir að stundum geti hún lítið ann-
að gert en að hlusta á konurnar, gefið þeim
sitt álit og boðið þeim hjálp. „Staða kvenna í
landinu hryggir mig mjög,” segir hún, “og að-
stæður þeirra eru oft erfiðar. í Mexíkó eru
það óskrifuð lög að karlmenn hafi meiri rétt
heldur en konur og vald eiginmannsins er
mjög mikið. Ég get hins vegar sett reglur á
mínum vinnustað og geri það. Á safninu
vinna þrír karlmenn og fjórar konur og þegar
tveir þeirra virtu ekki mætingarreglur benti ég
þeim á að hjá okkur væru allir jafnir, karl-
menn nytu engra forréttinda umfram konur.
Þeir urðu mjög hissa því þeir höfðu aldrei
heyrt talað svona áður og þótti sjálfsagt að
njóta forréttinda.”
Reka eigin skóla og berjast fyrir
prestvígslu kvenna
Um 5000 meðlimir eru í Sacred Hearts og eru
nýjustu deildirnar í Moskvu og Indónesíu. I
upphafi voru meðlimirnir vel menntaðar kon-
ur úr efri stéttum en nú koma þær úr öllum
stéttum og vinna meðal fátækra. „Við afhend-