Vera - 01.06.1998, Page 32

Vera - 01.06.1998, Page 32
eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur Hvað verður um V Þegar ég hyrjaði búskap úti á landi □g keypti hálft franskbrauð á kr.1,75 fékk ég það afhent ilmandi, vafið í pappír af afgreiðslumanni í bakaríi. Eg kom því fyrir i rauða innkaupa- netinu með öðrum matvörum, hengdi það á barnakerruna og gekk heim. Það var löngu eftir að ég fér sem barn með skömmtunarseðla í búð til að kaupa smjörlíki og ekki var ann- ar salernispappír fáanlegur en ein- faldur, grábrúnn og grjótharður. Síð- an eru liðin mörg ár, mjólkin ekki lengur afgreidd á brúsa né kartöflur vigtaðar í bréfpoka ag nú er fáanleg- ur drifhvítur, tvöfaldur salernispapp- ir, meira að segja tvær rúllur sér- pakkaðar í plast. Qg þá var það einn daginn að ég áttaði mig á því að ég horfði á flestallar heimilisvörur gegnum plast í mismundandi litum. Ég fann ekki lengur lyktina af ostin- um sem eitt sinn var skorinn jafnóð- um eftir óskum viðskiptavina, angan af eplum, né fiski sem var sveipaður dagblöðum af bólgnum vinnulúnum höndum fisksalans. 32 vgra

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.