Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1916, Blaðsíða 3
r
'Tímarit Yerkíræöingfaf jelags Islands.
1916, 3. liefti.
Mæling Reykjavíkur bæjar 1915.
Erindi ílutt í Verkfræöingafjelagi íslands 2. desember 1915 af verkfræðingi Ólafi Porsteinssyni.
Fyrsti uppdráttur af Reykjavíkur bæ, sem menn
þekkja, er eftir Hoffgaard nokkurn og er frá ca.
1715. Er hann mjög ljelegur og er að eins getið
hjer, vegna þess að hann er fyrsta sporið. Fyrsti
uppdrátturinn, sem takandi er mark á, er eftir
Minor sjóliðsforingja, frá ca. 1776. Það er aðallega
sjókort. Næsta kort er eftir Rasmus Lievog ob-
servator astronomiae, frá ca. 1787, mælikvarði ca.
1:3800; var hann sendur hingað upp til þess að
mæla Reykjavík sama árið sem bærinn fjekk kaup-
staðarrjettindi. Þar næst lcoma þeir O h 1 s e n &
A a n u m liðsforingjar, 1801, mælikvarði ca. 1 : 3800.
Svo er Lottin, franskur maður, sem var með
Paul Gaimard, er ferðaðist hjer 1836—37 við 7.
inann. Er það kort í mælikvarðanuin ca. 1 : 1200.
Þar næst er uppdrátlur eftir Svein Sveinsson
búfræðing frá 1876, mælikvarði 1 : 3000.
Er svo engra mælinga getið fyr en 1902, þegar
Generalstaben kemur til sögunnar; eru til eftir
liann kort af Reykjavík, annað í mælikvarðanum
1 : 5000 og liitt 1 : 25000. Um líkt Ieydi eða á árun-
um 1902—1907 mældi Knud Zimsen, núverandi
borgarstjóri í Reykjavík, alt miðbik bæjarins frá Að-
alstræti austur að Ingólfsstræti og gerði uppdrátt af,
mælikvarði 1:500. í*ar á eftir tók við A. L. Pe-
tersen núverandi símastjóri í Vestmannaeyjnm og
mældi eitthvað, en ekki komst neitt af því á teikni-
pappírinn.
Liggur svo mæling Reykjavíkur í þagnargildi,
þangað til byrjað var í miðjum maí 1915 á þvi
verki að mæla alla kaupstaðarlóð Rej'kjavíkur með
öllum mannvirkjum og gera nákvæman uppdrátt af
henni.
Kaupstaðarlóð Reykjavíkur er ákveðin með lögum
og eru austurtakinörk hennar grjótgarður fyrir aust-
an Hjeðinshöfða niður að sjó, suðausturtakmörk lína
þaðan, sem grjótgarður þessi kemur saman við
Laugaveg og í suðurhorn Grænuborgartúns, suður-
takmörk lína þaðan meðfram suðurjaðri Sauðagerð-
istúns og vesturtakmörk lína þaðan beint á Kapla-
skjólsveginn og niður að sjó við Eiðsgranda.
Hið fyrsta, sem lá fyrir mjer, var að fá hagstætt
þríhyrninganet og olli það ekki miklum erfiðleikum.
Jeg var svo heppinn að ná í ferstrenda stjörnu með
miðpunkti á Landakotstúni og hornunum fjórum,
einu fyrir norðan Eiðstjörn, öðru úti á Grímsstaða-
liolti, þriðja á Arnarhól og fjórða iiti í Ellersey.
Frá tveira síðustu punktunum náði jeg punkti á
Laugarnesi og öðrum við Hjeðinshöfða með full-
komnum (fuldstændig) ferhyrningi og svo lagði jeg
þaðan net af þríhyrningum í hring um bæinn að
sunnanverðu og samtengdi það stjörnunni. Horn-
punktarnir eru á Rauðarárholti, Skólavörðuhæð og
neðan til í Öskjulilíð við Hafnarfjarðarveginn.
Meiri erfiðleikum var það bundið að fá góða bas-
islínu. Að lokuin tók jeg línu í jaðri Ivaplaskjólsveg-
arins og samlengdi bana þríhyrninganetinu.
Mældi jeg hana 4 sinnum með stálbandi og ní-
velleraði síðan. Tölurnar voru 709,925 m, 709,930
m, 709,890 m og 709,930 m og það sem drógst frá
vegna hallans, var 7,5 cm.
Enga aukabasislínu hef jeg notað, en tengl lief jeg
þríhyrninganet mitt einni þríhyrningalínu herforingja-
ráðsins danska og var sú lína einnig notuð til þess
að óríentera mina eigin mæling. Skekkjurnar í þrí-
liyrninganetinu hef jeg reiknað út með aðferð hinna
minslu kvaðrata.
Þrihyrningapunkta hef jeg merkt með stej'ptum
steinum í lögun sem p57ramídastúfar 75 cm. að lengd,
50 cm á hvorn veg að neðanverðu og 30 cm að ot-
anverðu; ofan i steininn hef jeg steypt galvaníseraða
járnpípu að vídd jafna landmælingastikunni, svo að
stikan stendur í gatinu; ofan á steininn hef jeg svo
skrúfað steyplan járnkassa, sem lokað er með loki,
er skrúfað er niður með messingskrúfum. Á lokinu
stendur M. R. Steinarnir liafa verið grafnir niður,
svo að lokið er í yfirborði jarðar. Hefur þessi til-
högun gefist lieldur vel; þó er oft nokkuð erfitt að
lyfta lokinu af kassanum.
Nokkra punkta fleiri hef jeg merkl á sama hátt:
einn í austurhorni kaupstaðarlóðarinnar í vinstri
jaðri Laugavegs, annan á Laugavegi fyrir framan