Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1918, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1918, Blaðsíða 11
TÍMARIT V. F. í. 1918 7 að kolum en auðug að vatnsafli, en í þeim löndum urðu fljótt svo mikil brögð að tilraunum manna til að gera sjer vatnsaflið að fjárplógi, að löggjafarvaldið varð að taka í taumana. Skal nú fyrst litið á það, hvaða almenningshagsmuni rikið þarf að hai'a fyrir augum með vatnsorkulöggjöf sinni, og til liverra ráða ríkin geta tekið í þvi skyni. 1. ) Hindrun óhæfdegs gróðaprangs, sem hleypir vatnsafl- inu í óeðlilega hátt verð. Pessi tilgangur næst með strangri lagasetningu í þá átt, að enginn fái leyíi til að taka vatns- afl til hagnýtingar nema honum sje full alvara.að nota það. 2. ) Að vernda skipagöngur á vatnsföllum, veiði og viðar- flegtingu, og hafa í öilum rikjum verið sett mörg lög, er lúta að þessu, og veldur sú Iöggjöf oft erfiðleikum og kostnaði er kemur til byggingar aflstöðva. 3. ) Rekstur járnbrauta með rafmagni. Ríkið, sem er eig- andi flestra járnbrauta, hlýtur að láta sjer ant um að al- menningur geti notið kosta þeirra, sparnaðar, lireinlætis og mikilvirkni, sem fylgja rafmagnsrekstri járnbrauta. Ress vegna reynir ríkið að tryggja sjer og taka til hagnýtingar orkuvötn þau, sem henta til þessa. 4. ) Að veita ódýru rafmagni út um landið. A síðustu ár- um er þátttaka í þessu talin meðal helstu menningarverk- efna ríkisins, því að menn vona, að ódýrt rafmagn muni hfeypa nýju fjöri í handiðnað og smáiðju og lyfta heilum landshlutum á hærra menningarstig. Margar leiðir Iiggja að þessu takmarki. Umrótsmesta leiðin væri sú, að taka einkarjett á rafmagni ríkinu til handa, þannig að rikið eitt annaðist framleiðslu alls rafmagns í stórum miðstöðvum, og máske líka dreiflng þess út um landið. Pað væri unt að koma í kring einkar rökhugsuðu fyrirkomulagi á raf- magnsframleiðslu, með því að ríkið tæki til notkunar orku- vötn þau, er liggja best við, og þá jafnframt ljeleg brún- kolalög og mómýrar (nl. þar sem þeirra þyrfti til viðbót- ar). En ekkert riki hefur ennþá þorað að takast á hendur svo örðugt viðfangsefni, því að til byggingar þessara mið- stöðva og til kaupa á aflstöðvum einstakra manna og sveit- arfjelaga, sem fyrir eru, mundi þurfa feikna fjármagn. Aftur á móti hafa ýms ríki, eins og síðar mun sýnt verða, afráðið að fara einskonar meðalveg: Ríkið fyrirhugar hvernig raforkudreifingunní skuli hagað, býr til fullkomna framtíðarmynd af þessu, og reynir síðan að stýra fram- kvæmdunum þannig, að sem minstu skakki frá því fyrir- hugaða. Pegar ræðir um byggingu nýrra raforkustöðva, n'eytir ríkið þess vegna leyíisveitingarrjettar síns, ákveður hverri nýrri stöð sitt sjerstaka rafveitusvæði, og útilokar samkeþni annara rafmagnsl'ramleiðenda á því sama svæði, en hefur jafnframt hömlur á rafmagnsverðinu með almenn- ingshagsmuni fyrir augum. Siðan byggir ríkið sjálft afl- stöðvar til þess að fylla eyður þessa kerfis, og þá einkan- lega til þess að birgja sveitahjeröð að rafmagni; einstakir menn eru tregir til að koma upp stöðvum í þessu síðast- nefnda skyni, af því að þær bera sig illa vegna þess, hve leiðslukerfið verður dýrt, og hefur sænskum verkfræðing- um ta.ist svo til, að þær geti ekki borið sig þar, sem færri en 25 manns búa á ferkm. að meðaltali. Ódýrasta orkulindin í þessu skyni verður vatnsaflið, og tryggir ríkið sjer það því að svo miklu leyti, sem nauð- synlegt þykir í þessum tilgangi. í strjálbygðum löndum með miklu vatnsalli, svo sem Noregi og Svíþjóð, verður þó enn mikið afgangs af orkuvötnum, og er hentugast að nota þau: 5. ) Tit að koma á fót mikilvirkum cfnabreglinga-slóriðn- aði. í engu af löndum þeim, sem um ræðir, hefur í alvöru verið hugsað til að reka þennan iðnað á ríkiskostnað. Jafnvel i Pýzkalandi, þar sem óhjákvæmilegt varð vegna striðsins að koma upp risavöxnum iðjuverum til saltpjet- ursframleiðslu ríkinu til handa, var heldur kosið að láta einstaklinga framkvæma þetla, en ríkið lagði þeim til hið óhemju mikla fje, mörg hundruð miljónir marka, sem til þess útheimtist, og trygði þeim sölu á afurðunum í mörg ár. Það er sem sje gömul reynsla, að rikisrekstur er of þunglamalegur fyrir gróðafyrirtæki, og getur alls ekki stað- ist samkepni. Ríkissjóður veitir með tregðu — eða alls ekki — háar upphæðir til endurbóta á rekstrinum og til viðbótar- bygginga, og ekki heldur svo há laun sem þeir forstjórar heimta, sem í raun og veru eru starfa sínum vaxnir. Veit- ingar á slikum stöðum og ákvörðun söluverðs afurðanna mundi á hverjum tima verða háð hagsmunum hins ríkj- andi stjórnmálaflokks, og er fyrirtækjunum ekki beint stuðningur að slíku. Ennfremur er sú ástæða framborin gegn rikisrekstri, að ríkinu beri ekki að taka á sig þá miklu áhættu, sem stafar af samkepni -utan að eða gróða- braski. Pannig getur t. d. uppgötvun nýrra saltpjetursnáma, eða ný einkaleyfisvernduð tilbúningsaðferð, á einni nóttu gert allar núverandi saltpjetursverksmiðjur jafn litils virði og væru þær brolajárn. En einstakra manna fyrirtæki, stutt af fjáraflamönnum, sem eru reiðubúnir til að leggja fram meira fje þegar í stað, á miklu hægra með að taka breytingum og laga sig eftir nýjum kringumstæðum. Ef stofnun stóriðjuvera er látin í hendur einstaklinga, fær ríkið að vísu ekki liöldsarðinn, en óbeinan arð af fyrirtækinu fær það i ríkulegum mæli. Ríkissjóður fær aukna skatta og tolla, stofnun iðjuveranna og rekstur þeirra með fjölmennum flokki vellaunaðra starfsmanna veitir fjár- magni inn i lijeröð, sem áður voru fátæk, eða opnar hjer- öð, sem áður voru óbygð. Nokkru óhagstæðara verður þetta, ef mikið er af erlendum höfuðstól í fyrirtækjunum, en þó mundu einnig þá báðir aðiljar geta haft hagnað, en áhættan öll fallið á höfuðstólinn. Samkvæmt framanskráðu verða höfuðdrættir vatnsorku- búskapar ríkisins á þá leið, að rikið tryggir sjer nægar orkulindir til framleiðslu á rafmagni handa almenningi, en leyfir framtakssemi einstaklinganna að hagnýta sjer þær sem umfram verða. Ef vjer athugum nú ástandið eins og það er í löndum þeim, sem hjer ræðir um, þá sjáum vjer, að allsstaðar geysar áköf hagsmuna-barátta. Peir sem fást við verklegar Iramkvæmdir og iðnrekstur vilja þegar í stað taka þessa verðmætu gjöf náttúrunnar í þjónustu mannkynsins, en stjórnmálaforsprakkarnir vilja trj’ggja ríkinu sem mest af vatnsafli, en hugsa þó ekki til að hag- nýta það að svo stöddu, vegna þess að hvorki fyrirætlun um framkvæmdirnar nje stofnfje er fyrir hendi. í um- hyggjunni fyrir framtíðinni gleyma menn nútíðinni, og ekkert gerist. Munum vjer sjá hve óheppilegar aíleiðingar þetta getur haft fyrir ríkið, ef vjer tökum til skoðunar á- standið í hverju landi fyrir sig, og skal þá byrjað á ætt- landi mínu, Bagern. í þessu landi er stærsta vatnsaflið, sem ódýrast verður að hagnýta, við NValchenvatn í bayersku Ölpunum, eign ríkisins, og má fá þar alt að 90000 hestöfl. Fyrir nálægt 20 árum kom upp sú hugsun, að nota vatnsafl þetta til rafmagnsreksturs ríkisjárnbrautanna, en kom ekki til fram- kvæmda af því að herstjórnin var þessu andstæð. Óttuðust menn að óvinirnir mundu geta lamað reksturinn þegar til lierútboðs kæmi með því að slíta leiðsluþræðina, og mundi þá herútboðið truflast. Er enn meiri ástæða til að óttast þetta eftir þær framfarir í lluglist, sem orðnar eru. Seinna var sótt um vatnsafl þetta til stóriðju, en ríkið vildi ekki láta það af liendi. Loks ætlaði ríkið sjálft að hagnýta allið til að sjá landinu fyrir rafmagni, og voru settar saman margar fyrirætlanir um það. Meðan á þessum óendanlegu

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.