Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1918, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1918, Blaðsíða 11
T í M A R I T V. F. í. 19 18 25 Bókafregn, Alfred J. Ravad: íslenzk hús- gerðarlist. Islandsk Arkitektnr. Dansk-islandsk Samfunds Smaaskrifter. Nr. 1. Khöfn 1918. Rit þetta er ekki stórt að vöxtum. Lesmálið er bæði á íslensku og dönsku, og tekur yfir tæpar 6 bls. á hvoru tungumálinu fyrir sig, og auk þess eru 5 bls. með uppdráttum. En þeirn mun veigameira er ritið að innihaldi. í því eru bornar fram hugsanir, sem eru líklegar til að ráða stefnu íslenskrar hús- gerðarlistar og móta snið hennar næstu mannsaldr- ana, ef verkleg menning og listfengi þjóðarinnar ann- ars kemst á nægilega hátt stig til þess að stefna eða slíll í svo göfugri list sem húsgerðarlistinni geti skap- ast og þroskast meðal vor. Ilöfundur ritsins er húsameistari, danskur að ætt og uppruna — bróðir hins þjóðkunna framkvæmda- skörungs vors, Thor Jensens. Hann hefur víða farið, dvalið m. a. langvistum í Vesturheimi. Hjer á landi hefur hann komið auga á fegurð þá, sem hið gamla sveitabæjabyggingarlag hefur að geyma; listamanns- augað hefur sjeð, að þessir bæir, með þiljum sínum og stöfnum, torfþökum og þykku veggjum, höfðu það tvent til síns ágælis, að þeir báru ættarmerki hins almenna gotneska húsgerðarstíls, og að þeir voru í fullkomnu samræmi við umhverfi sitt, lands- lagið íslenska. Og það hefur naumast getað hjá því farið, að útlit liinna stillausu nj'tískuhúsa, sem kom- in eru sumstaðar í sveitunum, hafi skerpt tilfinningu hans fyrir samræminu á milli náltúrufegurðar lands- ins og gömlu bæjanna. Höf. vill nú láta íslendinga grundvalla þjóðlega húsgerðarlist á þeim frumatriðum fegurðar og sam- ræmis, sem sveitabæjastíllinn hefur að geyma, auð- vitað þannig, að jafnframt sje fullnægt öllum þeim rjettmætu kröfum um traustleik efnis og haganlega skipun, sem nútíminn gerir og bæirnir geta ekki fullnægt eins og þeir voru gerðir. Hann bendir á leiðir til þess að koma þessári hreyfingu af stað. Og sinn skerf leggur hann til með uppdráttum þeirn af kirkju í sveit og sveitaheimili, sem hann hefur gert og prentaðir eru í bókinni. Eins og höf. segir sjálf- ur, eru þessar teikningar svo að segja ekki annað en fyrsta tilraun »og skyldes den agtelse og kær- lighed, det skönne grönne fjældland mod nord ind- gyder enhver dansk, som har noget kendskab til landets andsliv som det viste sig i oldtiden og viser sig igen i vore dage«. Það á því naumast við, að beita gagnrýni við einstök atriði í uppdráttunum, enda er jeg ekki maður lil þess að því er útlitið snertir. þó get jeg ekki stilt mig um að segja það, að mjer íinst liliðarstæðan við kirkjuna, með tiltölu- lega lítið liallandi þaki út frá hinu íslensk-gotneska þaki aðalstæðunnar, ekki vera í fullu samræmi við stíl þann, sem vakir fyrir höf. Þessa gætir að vísu ekki mikið á framhliðarmyndinni, en jeg hygg, að þess muni gæta lalsvert á húsinu uppkomnu, eink- um á hlið og aftan frá að sjá. En útlit sveitabæjar- ins sýnist mjer að muni verða öldungis prýðilegt, og visar uppástunga höf. á leiðir til að ráða fram úr ýmsum vandkvæðum, sem hafa loðað við gerð gömlu bæjanna. Að því er tilhögunina snertir, vil jeg að eins benda á, að í okkar veðráttu er óheppi- legt að hafa tröppur niður að kjallaradyrum ulan- lrúss, og beinan gang gegnum hús með dyrum á báðum endum. Þelta eru hvorttveggja smámunir. En meira athugunarefni er það, hvort tillækilegt muni alment að hafa glugga á öllum 4 hliðum, eins og höf. gerir. Sumstaðar í dölum vorum er svo veður- hart af einstökum áttum, að gömlu bæirnir voru með öllu dyra- og gluggalausir móti þeirri átt — þeir sneru bakinu móli illviðrinu. Það er eitt af hinutn fjöldamörgu viðfangsefnum í sambandi við endurreisn þjóðlegrar húsgerðarlistar, að ná fyrir- komulagi, sem leyfir hæfilega fjölbrej'tni án þess að fegurðin sje skert. Það má telja efalaust, að líkar liugsanir og hr. Rávads hafi vakað meira eða minna ljóst fyrir ýms- urn hjerlendum mönnum, þó enginn þeirra hafi haft getu til að skýra þær eða koma þeim jafn-langt á veg til framkvæmda og hr. Rávad hefur gert. Sem mjög ófullkomnar tilraunir í sömu ált, er þó nægja lil að sýna, að liugsanirnar hafa verið að brjótast í mönnum, vil jeg nefna breytingar þær, er Hannes Hafstein ljet gera á framhlið húss þess, er hann fiutti vestan af fjörðum og reisli við Tjarnargötu í Reykjavík (ráðherrabúslaðurinn núverandi), og bæj- arbyggingu eftir Jóhann Fr. Krisljánsson bygginga- ráðunaul á Eiði á Seltjarnarnesi. Sjálfur hef jeg slundum verið að reyna að koma einhverju í sömu ált á pappírinn, en altaf gefist upp við það, því að jeg hef fundið, að mig vantaði alveg listmentun þá, sem er ólijákvæmilegt skilyrði fyrir að slíkt geti farið vel úr hendi. Jeg skil því ekki annað, en að jarðvegur hljóti að vera hjer fyrir hendi, er liugsan- ir og tillögur hr. Rávads geti fest rætur í. Hr. Rávad bendir rjettilega á það, að ein af leið-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.