Ljósmæðrablaðið - 01.07.1928, Page 3
Lj ósmæður
Grein þessi er lauslega þýdd úr ljósinæíSrablaðinu danska.
Var hún fyrst prentuð í „Aarhus Stiftstidende" um það leyti
sem ljósmæðurnar dönsku voru að halda aðal fjelagsfund sinn.
Leist okkur greinin að mörgu góð, og eiga skilið að komast á
íslenska tungu.
(
pessa dagana stendur þing ljósmæðranna yfir, og eins
og vant er hjá ljósmæðrum, er þar fjör á ferðum. Veisl-
ur eru haldnar, fánar veifa, og hver ræðan rekur aðra.
par vantar ekkert af því, sem gerir flesta slíka fundi svo
þrautleiðinlega, og liggur eins og farg á hugsjónum og
framkvæmdum, og stingur þær svefnþorni.
pó eiga ljósmæður skilið, flestum fremur, að eignast
glaða stund. Alt of lengi hafa þær verið skotspónn háð-
fugla, og ekki ósjaldan hafa flimtleika-höfundar spreytt
sig á því, að gera þær og starf þeirra að athlægi frammi
fyrir almenningi, og liefir máske þannig komist inn í
fólkið, að engin veisluprýði væri að návist þeirra.
]?egar sveita- eða bæjarstjórnum hafa borist t. d. óskir
um nauðsynlega aðgerð á bústað ljósmóðurinnar, eða um
sima handa henni eða þess liáttar, þá lvftist brúnin á „ráðs-
herrunum“.
Jón oddviti, sem annars er mesti alvörumaður, breyt-
ist skyndilega og verður allur að einu kesknisfullu háðs-
hrosi er hann tekur að ræða málefni ljósmæðranna. Hálf-
kveðnar vísur og tvíræð orð fljúga um borð, og bældur
lilátur ískrar í gráskeggjuðum hreppsnefndarmönnum.
Hvað veldur þessu? Hvað er hlægilegt ? Jeg veit ekki.