Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1918, Blaðsíða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1918, Blaðsíða 10
3(> TÍMARIT V. F. í. 1918 frá aflstöðinni, og fyrir hvern einstakan kabil út úr húsinu; eninfremur eru þar hlífðartæki við ofur- spennu, líkt og i aflstöðinni, og einn 50 K.V.A. spennu- breytir, er skoðast getur sem 9. spennubreytistöðin í leiðslukcrfi bæjarins. Óski maður að veita raforku úr leiðslum frá afl- stöðvum austanfjalls inn í sama kabilkerfi bæjarins, er innan handar að auka við aðveitustöðvarhúsið til norðurs og lengja straumteinana í sömu átt. Yrðu þá settir upp spennubreytar í þessum viðauka, er breyttu spennunni ofan í 6000 volt, því gjöra má ráð fyrir, að aðveituspennan væri mun hærri en það. 5. Háspenta kabilkerfið. pað er sýnt á uppdr. 15 með samanhangandi rauðri línu eins og það á að vera í byrjun, en fyrirhuguð síðari aukn- ing þess cr sýnd með strikbrotinni línu. Vcrður það þeim mun tryggara sem það er stærra og víðar sam- tengt, þvi verði bilun á einum stað, þá má skilja þann hluta kerfisins slraumlausan frá, en aðslreymi lil allra spcnnubreytistöðvanna helst þrátt fyrir það í gegnum hina aðra kabla. Gildlciki kabilþráðanna er 25 fermm. J?ar sem fleiri en einn kablar koma saman, er teng- ing þeirra gjörð i vatnsþjettum kabilkössum, en i þeim eru straumrofar fyrir hvern einstakan kabil. 6. S p c n nibreytistöðvar. í byrjun er gert ráð fyrir 8 spennubreytistöðvum, en tölu þeirra xná auka eftir því sem þörf gerist. Eru spennubreytishús- in gjörð úr steinsteypu, eins og sýnt er á uppdr. 13. í hverri stöð er einn 100 K.V.A. spennubreytir og þess utan einn 50 Iv.V.A. i aðveitustöðinni. Spennubreyt- arnir eru tengdir við háspennukablana með sjálfvirk- um straumrofum í olíu, sem taka strauminn af, ef hann einhverra orsaka vegna vex svo, að spennu- breytunum stafi hætta af. 1 spennubreytistöðvunum eru ennfremur straumrofar fyrir lágspennuleiðslurn- ar, er greinast út þaðan, bæði hinar almennu og götu- ljósa-leiðslurnar. 7. Lágspenta leiðslukerfið. ]7að er á- ætlað neðanjarðar i öllum miðbænum og f jölförnustu götunum, en ofanjarðar í úthverfum bæjarins. Kabl- arnir verða lagðir ofan i gangstjettirnar og grafnir hjer um bil 0,7 m. niður í jörðu; undir þeim er sand- ur, en til hlífðar eru steyptir steinar lagðir yfir þá. Lengd lágspenta leiðslukerfisins er, eins og það er áætlað, alls 18825 metrar og þar af eru 8825 m. kabl- ar en 10000 m. ofanjarðarleiðsla. Er kci’fið all-stórt enda nær það, eins og sýnt er á uppdr. 16, að mestu um allan bæinn. ]?yki ekki gjörlegt, að búa allt kerfið strax, má láta einhverja hluta þess mæta afgangi fyrst um sinn. Nolaðir cru kablar með tvenns konar gildleik, 3 X 35 fermm. og 3 x 50 fennm. Skifting þeirra er senx lijer segir: 3 X 50 fermm.: Aðalstræti. Austurstr. norðanmegin. Austurstr. sunnanmegin. Vallarstræti. Kirkjustr. sunnanmegin. Vonarsti’æli. Thorvaldsensstræti. Pósthússtræti. Hverfisgata. Bankastr. norðanmegin. Laugavegur. Smiðjustígur. Laufásvegur. 3 X 35 fermrn.: Hafnarstræti. Suðurgata vestanmegin. Tjarnargata. Grjótahverfi. Við höfnina. Lækjargata. Ivalkofnsvegur. Tryggvagata. Bankastr. sunnanmegin. Skólavörðustígur. Skólastræti. þinghollsstræti. Ingólfsstræti. Bóklilöðustígur. Miðstræti. Gildleiki ofanjarðarleiðslanna er alstaðar 3 X 25 fernnn. og eru þræðirnir festir á stólpa úr járnbendri steinsteypu. Millibil stólpa er að meðaltali 39 m. pegar rafmagnsnotkunin er orðin svo rnikil, að spennutapið vex um of i leiðslunum, cr ætlast til, að spcnnubreytislöðvunum verði fjölgað eins og sýnt er á 15. blaði; við það vex leiðslumagn þráðanna og spennutapið rjenar. 8. G ö t u 1 ý s i n g. Fyrir götuljósin eru lagðar sjerstakar leiðslur frá spennubreytistöðvunum; þær fylgjast með hinum leiðslunum og eru á sömu stöðum ofan- og neðanjarðar eins og þær. Götuljóskablana má leggja i sömu slcurði og almennings-kablana. par sem götuljósleiðslan er neðanjarðar, er ætlast til að luktirnar verði festar á þar til uppsetta luktarstólpa úr járni, en þar sem lnin er ofanjarðar, eru þræðirnir festir á sömu stólpa og liinar leiðslurnar, og lukt- irnar einnig festar á stólpana. Luktirnar ciga að rúma málmþráðarlampa með alt að 1000 ljósa styrkleik. Húsálmur: Álmur frá leiðslunum í götunum og inn í húsin, eru ekki teknar með i eftirfylgjandi kostnaðaráætlun, þar eð gjöra má ráð i'yrir að liús- eigendur kosti þær. Kostnaður við meðal-langar hús- álmur mun vera þessi: 1. Kabil-áhna. ..3x6 fernun., lengd 6 m. kr. 125.00 2. Kabil-álma . . 2 X 6 — — 6--------110.00 3. Ofanjarðar- álma......... 3 x 6 — — 20 ------- 50.00 4. Ofanjarðar- álma......... 2 X 6 — — 20-------- 40.00 Meðfylgjandi uppdrættir. 1. blað: Landslag við EUiðaárnar. 2. .blað: Stýfla og iinntö'kupró. 3. blað: Pípulina og fr.áfærsluskurður. 4. blað: Renslisjöfnun Elliðaánna. 5. biað: íbúðarhús.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.