Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Blaðsíða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Blaðsíða 10
52 TÍMARIT V. F. í. 1918 IV. Hvað cr til varna? Er nú til nokkurs að ætla sér að afstýra eða að minsta kosti að draga úr þessum liættum, er ég nefndi: slettunum, fjölnefnunum og langmælunum? Margir munu verða lil að segja, að þess þuríi ekki; þetta sé ekki annað en það sem komi fyrir ílest mál, og muni lagast af sjálfu sér. íslenskan sé svo þróttmikið mál, að hún muni reisa liöfuðið úr þess- um brotsjóum hnarreistari en nokkru sinni áður. Eg efast ekki um að þetta er satt að miklu leyti. Tíminn mun melta óhroðann hurt. Af samnefnunum veiða loks einhver ofan á, Iangmælin hnoðast saman, aðkomuorðin hverfa eða fá á sig þjóðlegan blæ. En til þess þarf óratíma, og varla fer svo, að óþverrinn láti ekki einhverjar dreggjar eftir sig til vanþrifa. Við megum ekki skáka í því skjólinu, að heppileg- ustu orðin verði jafnan ofan á. Tilviljunin ræður þar meiru en val vitmannanna ef alt er látið reka á reiðanum. Og svo er þess að gæta, hvílika óra- fyrirliöfn jiað niundi kosta, andans raunir og of fjár. Því ekki að sjá að sér í tíma, og gjöra nú þegar það sem hægt er til að spara jijóðinni það stril og þá þroskatöf, sem af því hlyti að leiða? Pví ekki að leggjast af fremsta inegni á eitt ineð eðlis- vörnum tungunnar, ílýla áhrifum þeirra og spara lienni þannig tíma og vaxtarorku? Fyrst við vitum, að iangmælin eiga fjuir höndum að styttast, því þá ekki að slytta Jiau strax? Fyrst við vitum að of- vöxturinn á einslökum sviðum á fyrir höndum að sáldast og jafnast, því þá ekki að hefta liann og jafna sem fyrst? Fyrst við vilum að sletturnar óheíluðu og úlfgráu, sem hugsunarleysingjarnir gleypa við, eiga fyrir höndum að hverfa eða öðlast jijóðblæ og borgararétt, því þá ekki að gjöra þær landrækar þegar í stað meðan þær eru nýir gestir — eða þá að dubba þær upp í íslenskan búning, ef fengur þykir í, og vísa þeim heiðarlega til sætis? Málið er mannlegt starf, og um það gildir því liið sama og um hver önnur mannleg störf; gjört er gjört og ort er ort. Orðinn hlutur verður ekki aftur tekinn. Að því leyti er mannsviljinn máttvana gagnvart málinu. hann getur ekki umskapað fortíðina. En liann ekki einungis getur ha/t heldur á að ha/a áhrif á framlíð tungunnar. Hver diríist að neita jjví, að liver ein- staklingur getur á margan liátt auðgað og fegrað málfar sitt með jjví að semja Jiað að fögrustu fyrir- myndum í fortíð og samtið? Og hver diríist að neita því, að hver einstaklingur getur jafnt vitandi sem óvitandi haft áhrif á málsmekk og málfar annara manna? Og fyrst nú dæmin þess eru deginum ljós- ari, hversu miklu einstakir menn fá áorkað í þá átt, hversu miklu meira má þá ekki vænta af heilum hóp manna, eða félaga, sem taka höndum saman og beita sér af vilja og mætti lil jjeirra hlula? Hvergi er ef til vill meiri munur að mannsliðinu en einmitt á jjessu sviði. Aðalörðugleikinn á málbótum er sem sé ekki svo mjög í því fólginn að finna heppileg lieiti, heldur í hinu að gjöra jjau að gjaldeyri, kom þeim í tísku út á meðal almennings. Ég játa að vísu að félagssamtök í þessa átt liafa löngum orðið til lílilla nota — vegna þess, að því háværari sem þesskonar umbóla-tilraunir eru, þvi æstari mótþróa vekja þær. Því er nú einu sinni — og til allrar hamingju — þannig varið, að málið er flestum allra liluta viðkvæmast, jafnvel viðkvæmara en trúhrögð og stjórnmál. Það er eins og verið sé að fara ómild- um liöndum um lijartarætur manna, þegar farið er að hrófla við málinu. En hræðslan við jjá lillinningu má ekki aftra neinum frá að Iagfæra það sem lag- færa þarf og skapa þar sem skapa þar/. En það ætti liver maður og hvert félag, sem að málbótum vill vinna, að varast að liafa hátt um sig. Opinbert þjark um slíka hluti er aldrei nema til ills eins. Listamaðurinn leilar ekki til almenningsálilsins um það, hvernig hann á að liaga listaverki sínu. Það kemur og dæmir eftir á. »Hvað er þá liægt að gjöra?« munu menn spyrja. Sublata causa tollitur c//ectus, þ. e. upprættu orsök- ina, jjá verður ekkert úr afleiðingunni. Þessu ráði Rómverja má beita við fjölnefnaglundroðann og lang- mælin. Slettunum ætla ég jjjóðernistilfinningunni, bókmenlunum og skólunum að vinna bug á. Orsakirnar til samselninga-fargansins — langmæl- anna — er ekki einungis smekkleysi og rökskortur. Ef svo væri, mundi jjví varla viðbjargandi. Af þeim orsökum stafa vitanlega hagvirki eins og trésmíðaverk- smiðja og efnatilbúningsverlcsmiðja — þar sein verkn- aðarhugmyndin er þrístöguð í sama orðinu (í stað trésmiðja og efnasmiðja)}j Aðalorsökin er röng skoðun á myndun orða, sem virðisl hafa náð heljarlökum á liugum manna. En liana ælti að vera hægt að upp- ræta. Hún er sú, að orðin eigi að segja sem mesl — svo trú’ ég menn orði jjað. Þau eigi að fela í sér lýsingu eða skilgreining á hlutnum. Þvi inarki verður aldrei náð; það verður aldrei nema kák Jjó inaður sé að berjast við að láta þau gjöra það. Hlutir og hugmyndir eru margbrotnari en svo. Það er vaninn, sem gefur orðinu innihald silt. Það eru hugfylgjurnar sem við það hnýlast í vitund manna, sem gefur því líf og liti, en alls ekki frummerking þess. Það sýnir 1) Orðið ae/'/rsmiðja er vandræða-gripur, sem ætti að liverfa úr málinu sein fyrst. Og svo vitl vel til, að ekki þarf annað en afhöfða það. Smiðja er lilvalið orð um »fabrik«, svarar alveg til þess; smiður er nákvæmlega jafn- víðtækt og fabcr á latinu. Heitið verður að vera stutt, af því að þess gjörist þörf í fjölda samsetninga. Þess vegna er iðjuver óhæft. Við eigum betri smíðum að venjast af höfundi þess.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.