Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Blaðsíða 9
TÍMARIT V. F. Í. 1918 51 ofvaxið til lengdar? í kveðskapnum höldum við dauðahaldi í ófrjálslega stuðlaselningu, sem auk þess að gjöra skáldunum örðugra fyrir, trutla ljóðúð þeirra og fara með huga þeirra í gönur úl frá efninu í örðuga orðaleit, hefur þá hættu í för með sér, að hún staðfesti smátl og smált óeðlilegt djúp milli skáldamálsins og mælta málsins, gjöri það að sér- stökum heimi, sem þokisl æ lengra og lengra burt frá skilningi og hjarta almennings. Hún geymir og skapar aragrúa orða, sem er hreinn og beinn ofvöxtur, og gjörir annað at tvennu eða hvortveggja að oí- þyngja þekkingarorku almennings og svitta hann að miklu leyti því, sem hefur hollust og næmusl áhrif á málsmekk hans og sálarlíf. Hins vegar hafa Jjóð- stafalögin líka ýinsa kosti; því ber síst að neita. Þau festa ljóðin vel í minni og eru skapandi all, sem gel- ur af sér fögur og stutt orð. Það er sem sé hinn mikli munur á orðavali ljóðskáldanna og annara ný- yrðasmiða, að þau unna því sem stutt er, linittið og áferðarfagurt, en sneiða hjá langmælunum. Hemil verður þó að hafa á þessu aíli, og meðalhóíið er þar vandratað. En láluin það liggja i þagnargildi að sinni. IJetta er okkur öllum viðkvæmt mál — bæði mér og öðrum — og ekki vert að hreyfa við því nema vel tygjaður að vopnum og ráðum. Eitt er víst, að snögg bylting á því sviði má ekki eiga sér stað. Eg nefndi þetta í þeirri veru, að svo framarlega sem við eigum að hafa mátt til að unna okkur þess ofvaxtar, sem af ljóðslafafjötrunum Ieiðir — eins og þeir nú eru vaxnir — verðum við að vera þeim mun betur á varðbergi gegn ofvexti á öðrum sviðúm; annars líður ekki á löngu, áður en skáldamálið fjarlægist almenn- ing um of og ljóðagerðin kafnar í dauðu formi eins og fornaldarskáldskapurinn forðum, til ómetanlegs menningarhnekkis. Skáldskapurinn má ekki tala til okkar ofan úr skýjunum á annarlegu englamáli; hann verður að velja orð sín undan vorum eigin hjarta- rótum, þau sem við eigum fegurst, lijartfólgnust og — auðskildust. Það er annar ofvöxtur, mun hættulegri en liinn, sem að okkur steðjar, ofvöxtur sem engum er dýr- mætur, þólt margur gjöri sig seka í að auka hann von úr viti. Það er /jölne/na-samhrúgunin, sem af nýyrðasmiðinni stafar, með öllu því losi og glund- roða sem henni er samfara. Við henni þarf ekki að hlífast. Hún er all of ör, jafnvel miklu örari en að- streymið af nýjum liugmyndum. Málið er voðfelt til nýmyndana; það má vefja því um fingur sér eins og mýksta silkiþræði. Pessum kosti þess er sorglega misbeitt. Menn gjöra sér ekki nægilegt far um að leita í málinu að því sem til er; hvert sinn er þá vanhagar um orð, grípa þeir til þeirra örþrifaráða að smíða nýyrði, hvaða pennaglópur sem í hlut á; varpa jafnvel hiklaust á glæ nýyrðum, sem aðrir hafa smíðað, því að auðvitað er þeirra smekkur hestur og þeirra vit mest. Fleslir leggja ógjörfa hönd á það verk, að örfáum mönnum undanskildum t. d. heimspekingunum okkar. Af þessu hvorutveggja, Ijóðstafaviðjunum og þó einkum nýyrðafaraldrinum, stafar feiknaruglingur og festuleysi í málinu, ofvöxtur á einstökum sviðum þegar til lengdar lætur. Til skamms tíma hefur það ekki gjört mikið til, af því að andlegur sjóndeildar- hringur þjóðarinnar og verksvið hefur verið þröngum mörkum bundinn. Hún hefur ekki að neinu ráði lagt stund á aðrar greinir ritstarfa en þjóðlega sagna- ritun og skáldskap né aðrar atvinnugreinir en fjár- rækt og fiskveiðar. Og þó er nú þegar, óðara en at- vinnugreinum og vísindagreinum er farið ögn að fjölga, samnefnamergðin Marin að gjöra óþægilega vart við sig. Mikill hluti þeirra manna, er við rit- 'störf fásl, kykna undir inálinu. Ekki að tala uin almenning, einkum í kaupslöðum. Það sýna best auglýsingarnar í blöðunum. Fari það kolað sem ég skil þær, sumar hverjar, fyrir slettum og klaufaleg- um orðtökum. Þella stefnuleysi í málinu eyksl svo um allan helming við það, að þær ritmáls-fyrir- myndirnar, sem annars eru vanar að vera slerkustu jafnvægis-öflin í tungumálunum, eru að missa lökin á liugum manna: gullaldar-bókmentirnar og biblían, og Ijóðin eru að hverfa upp í háfjöllin og liimininn, inn í einangraða orðaveröld, sem almenningi verður ofvaxið að geyma í minni sér, eftir því sem verksvið tungunnar stækkar. Þá kem ég að þriðja hættuatriðinu í núlíðarhag ísl. tungu, og af því stendur mér einna mestur stuggur. Það er, eins og hin, fólgið í vanbrúkun á kostum lungunnar. líg á við samsetninga-farganið í ísl. nýyrðasmið, nafnorða-samsetningarnar endalaasu. Vitanlega eru nafnorða-samsetningar þarfaþing innan vissra takmarka, sumparl í viðlögum sem lirein og bein orðaskipunar-atriði, til að spara sér lýsingarorð og aukasetningar, — það er aðalverksvið þeirra — sumpart sem fösl heiti til að tákna sambandið milli llokks og tegundar, heildar og hluta þegar þess er þörf. En þess er engan veginn þörf eins oft og menn halda. Afleidd orð eru nú sjaldan mynduð, nema þá sem liður í samsetningu, rótorð eða stofnorð aldrei. Ný}frðasmiðirnir okkar flestir nú á dögum gjöra hvorttveggja í senn, að fjölga aukasetningum og smiða öll nýyrði sín eftir samsetningar-aðferðinni, eins og aðrar aðferðir séu alls ekki til. Það er eins og mönnum þyki það ókostur að orðin séu stutt. Það er eins og menn þuríi að hafa svo mikið upp í sér, til að finna bragð að því. Með þessu er verið að gjöra málið, þetta mjúka og þýða mál, að staurs- legu bákni, nokkurskonar plankasafni, og leggja miljónaskatt á ritorku, lestrarorku og útgáfu-orku komandi kjnslóða.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.