Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Blaðsíða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Blaðsíða 7
TÍMARIT V. F. í. 1918 49 inn fyrir nöfn ritanna: »All af gekk Fúsi með Virgil í vasanum og Hómer þuldi hann utan bókar við öll liátíðleg tækifæri.« Einkunn og verknaður, sem af henni leiðir: Heimska (einkunnin) — heimska (óviturleg orð eða verk); gleði: dansleikur (vikivaki). Efn'i og hluturinn, sem úr því er gjörður: Hamar — 1. steinn, 2. áslátlur; sax = 1, steinn; 2. (stutt) sverð; askur == 1. eskiviður, 2. skip, spjót (skaft), vökvunarílát; borð = 1. fjalviður, 2. mat- borð, skrifborð o. s. frv.; járn 1. efnið, 2. ýmsir hlutir úr járni, t. d. fjötrar (wsetja í járn«), vog (»það slóð í járnum«), sporjárn o. s. frv. ílát og innihald, mælir og mál: Glas, tunna, hnefi (sbr. mjölhnefi), Jang heyfang), Jaðmur, alin (framhandleggur — jafnlengd hans), reka (»preslurinn varpaði þremur rekum á kisluna«), Staður og þeir sem staðinn hyggja: Sveit, bœr, skóli í setningum eins og: »öll sveitin (allur bærinn, allur skólinn) stóð á öndinni af ótta.« »011 borgin gekk til móts við Jesúm« (Matt. 8, 34). Fleiri tegundir samhvarfa mætli telja, en þessi dæmi nægja lil athyglis að sinni. g. Líkingar (metaphorae), er við nefnum öðru nafni óeiginlegar merkingar eða óeiginleg orðlök. Þær eru í því fólgnar að nefna einn lilut eftir öðrum vegna einhvers sameiginlegs einkennis, er þeir hafa eða þykja hafa. Hér stöndum við við aðal-orkulind tungumálanna, lind sem er' síslreymandi og dreiíir lífsslraumum og litskrúði um hvern krók og kima þessarar veglegu byggingar mannsandans, er við köll- um mál. Mannleg hugsun er óþreylandi að íinna lík- ingar með hlutunum, í gamni og í alvöru, og nefna þá eftir þvi. Blöð eru ekki einungis á jurtum; því nafni nefn- um við líka fjölda annara hluta, sem að einhverju leyti þykja líkir laufblaði, þótt ekki sé nema þynk- unnar vegna: hnifsblað, tjáblað, sagarblað, pappirs- blað, dagblað. Einstaka hluta líkama síns liefur maðurinn nefnt eftir umhverfinu og hlutunum. Orð sem tákna höfuð hafa flest frummerkinguna ker eða skál fhöfuð = lat. caput, skyll capio; fr. tete = lat. testa, þý. Kopf = da. líop, ísl. koppur; háts, lat. collum er skjdt orðum, sem þýða súla o. s. frv. En einkum er manninum títt, frá aldaöðli tung- unnar, að miða við líkama sjálfs sín og þeirra dýra, sem lionum voru kunnust. Við tölum um hausa á lrömrum og nöglum, lilgr á skipum og vopnum, fœtur á borðum, stólum og öðrum húsgögnum, augu á nálum, nef á ausum, hömrum og skógum. Húsin hafa gafla (þ. e. höfuð, gr. xecpalg]. Fjöllin liafa bringur, axlir, ása (= öxl), hálsa, höfða og múla. Þannig er inikill þorri örnefna til kominn. Við nefn- um dýr eftir dýrum: broddgöltur, hxa\fiskur (þó að þar sé hvorki um gölt né fisk að ræða). Við nefnum menn eftir dýrum: lævísir menn eru kallaðir refir, heimskinginn þorskur, sauður, naut eða asni. Við nefnum verkfæri eftir mönnum, dýrum og jurtum: hjól/cer/íng' heitir blökk, hlaupastelpa eða smali sveif á rokk, fjaðrir eru í vélum ekki síður en á fuglum, blöð á hnífum o. s. frv. Sama máli gegnir um einkunnir og sagnir eins og um nafnorð. Við notum um dauðu hlutina sömu orðtökin og um lifandi verur: Sólin gengur, vatn og vagnar renna (o: hlaupa), skipið skriður. Hversu víða líkingar koma við og hversu mikið gildi þær hafa fyrir málið, sést bezt á því, að um andlega heiminn, allan eins og hann leggur sig, getum við alls ekki talað nema í líkingum eða með orðum, sem upphaílega hafa verið líkingar. Öll hugmjmda- heiti og orðtök um hugmyndir eiga rætur að rekja til hins sýnilega heims: að skilja og greina er að greiða í sundur, að spgrja er að rekja spor, að sjá er að fylgja (með augunum) o. s. frv. Glaður er upp- haflega bjartur, hnugginn er lostinn. Aðaleinkennið á málfæri manna, jafnt rithöfunda sem annara, er líkingavalið, því að vitanlega eru lík- ingarnar ekki einungis fólgnar í einstökum orðum, heldur í heilum selningum og málsgreinum. Oft og einatt eru þær dægurllugur, er liníga til moldar með hverfandi stundu. En stundum festast þær í málinu, verða gjaldgengur eyrir manna á milli, og missa þá einatt líkingarblæinn, er fram í sækir, þannig að nafngjafinn (— hlutarlieitið er líkingin var dregin af —) hverfur að baki nýju merkingarinnar; hún verður bein táknun, og fullur jöfnuður kemst á milli hugmyndar og heilis. Á þann hált áskolnast málinu ógrynnin öll af nýjum sjálfstæðum heitum. En skáld- æð lungunnar skapar jafnóðum nýjar líkingar í skörðin. Þegar svo er komið, að líkingarmerkingin er alveg gleymd, tölum við um dauðar líkingar. ís- lenzkan er allra tungna auðugust að lifandi, liálf- dauðum og aldauðum líkingasetningum, er við köll- um talshætti. Um sljórnmálamenn er t. d. löngum komist svo að orði, að þeir skari eld að sinni köku, að þeir leiði saman hesta sína og að þeir sendist hnútum á um þveran þingsal, en þar með er ekki átt við að þeir séu eldabuskur, hestaatsmenn eða tröll. Til dæmis uin líkingar þar sem frummj’ndin er alveg gleymd má nefna talshættina »að reisa rönd við e-u« og »að bjóða e-m byrginn« (rönd = skjöld- ur; bgrgi = hnefi). Það liggur nú í augum uppi, að fleiri en ein af framangreindum tegundum þj’ðingarbrigða getur náð sér niðri á sama orðinu; það getur gengið gegnum alla þrjá eldana, vaðið þá fram og aftur, og flogið

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.