Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1940, Page 7

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1940, Page 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 29 og sló þar eðlilega. Barnið var vel fullburða og að öðru leyti eðlilegt. Það var „opererað“ á öðrum sólarhring, og var sú aðgerð sýnd þarna. Fyrst á eflir leið barninu, að því er sýndist, vel — en svo dó það nokkrum dögum seinna. Annars sáum við þarna f jölda mynda, sem allar voru tekn- ar við „operationir“ þar í sjúkrahúsinu. Varð okkur kvöld- ið lærdómsríkt og mjög ánægjulegt i alla staði. Hefir þessi heimsókn vafalaust kostað starfsfólkið þar mikla fyrir- höfn eftir sinn vinnutíma þann daginn. Laugard. 26. ágúst var fundur settur kl. 8. Allar ljósm. voru mættar og auk þess forstjóri sjúkrasamlaganna, Kon- torchef Daniel, og fulltrúi úr innanríkisráðuneytinu fyrir hönd Wedel-Heinen, sem ekki gat mætt. —- Fór allur dag- urinn í að ræða kröfur og kvartanir til sjúkrasamlaga um allskonar launagreiðslur til ljósmæðra fyrir smávegis ferðalög og öll hugsanleg smóaukastörf og ónæði i þágu fólksins. Fengu þær mildu framgengt og góð loforð um enn þá meira. Snörp senna var gerð um eftirlauna- og lífeyrissjóðs- málin, og kom þar margt lil skjalánna. Eg get ekki stilt rnig um að taka upp brot úr ræðu frú Karen Rásmussen. Hún sagði: „Eg komst þannig á eftirlaun, að eg fótbrotn- aði á ferð frá starfi mínu, og það svo illa, að eg get lítið sem ekkerl gengið síðan. Eftirlaunin mín eru 848 kr. um árið. Þar af borga eg 236 kr. í húsaleigu, 100 kr. fyrir síma, 34 kr. í skatt, fyrir hjálp við húsverk 120 kr. Þá er eftir 9214 eyrir á dag fyrir ljós bita og mat, og þrátt fvrir það þótt fóturinn sé slæmur, þarf eg dálítið að borða. Eg gerð- ist svo djörf að skrifa stjórnarráðinu og segja, að það myndi ekki nokkur ráðlierra eða þingmaður vilja lála bjóða þeirra ekkjum að lifa af 92 aurum á dag og eg vil ennfremur levfa mér að segja, að Sporvagnsfélag Kaupmannahafnar lætur ekkjur starfsmanna sinna fá minst 125 kr. um mánuðinn til að lifa af. Þær hafa ]ió aldrei unnið opinberlega i þágu þjóðarinnar. Og að hafa eftirlaun ljósmæðra lægri en þess-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.