Ljósmæðrablaðið - 01.05.1940, Qupperneq 8
30
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
ara kvenna fiiist niér ekki hægt í landi eins og Danmörku.“
— Hún fékk loforð um góða hækkun og þetta yrði yfirleitt
tekið til meðferðar og umbóta.
Næst var talað um mæðrahjálp og eftirlit með vanfær-
um konum og unghörnum. Meðal annara, sem töluðu þar,
var próf. E. Hauch. Fórust honum orð á þessa leið: „Mér
þyldr mjög mikils um vert að lieyra, að það skuli vera
mæðraverndin, sem á að tala um, vegna þess að eg hefi í
fjölda mörg ár starfað við þá stofnun í Kaupmannahöfn,
og þegar félagsmálaráðherra segir, að það sé byrjunin
193G, þá er það ekki alveg rétt, því að mæðraverndarstofn-
unin liefir starfað í meira en 30 ár í Kbh. Hún er bygð á
þeirri vinnu sem unnin hefir verið af einstaklingum, þó að
það nú færist yfir á stærra svið.
Eitt er það, sem mig sérstaklega langar til að taka fram,
og sem við líka höfum sameinað mæðraverndinni síðan
1936. Það er eftirlit með barnshafandi konum, annars eðl-
is en það áður var. Því var þannig háttað, að við stóðum
ráðalaus gagnvart konum, sem komu lil okkar og sögðu,
að ástæður sínar væru óbærilegar, fátækt og allskonar
vandræði. Þær gætu ekki séð fvrir fleiri hörnum. Eða þá
að það var ungfrú, sem ekki gat stöðu sinnar vegna bundið
sig við ])að að verða móðir. Þessar konur sækja á læknana
og leila ljósmæðranna lil þess að fá fóstrinu eytt. Það leyfa
lögin ekki, svo að það getum við ekki gert. A þessari reynslu
bygðist ráðlegging sú, sem hyrjað var á 1936, að hafa lög-
fræðilegar upplýsingar fyrir illa staddar mæður og segja
þeim þar, á hvern hátt þær geti fengið eða vænst stuðnings
frá þjóðfélaginu, og svo læknisfræðilegar upplýsingar um
þá lilið málsins. Þessi viðtalstími er liafður að kvöldi til,
svo að sem flestar geti sótt hann annríkis vegna. Þangað
geta svo læknar, ljósmæður og kvenféliig vísað þeim, sem
i vandræðin rata. Hugmyndin er ágæt og hefir reynst vel,
en það er langt frá því að þangað komi allar, sem á það
hefir verið hent. Þriðjungur þeirra, sem þangað hafa kom-