Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1943, Page 3

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1943, Page 3
tfjósmajÁrablaðið H. 1ÍÍ4ÍJ. Vanskapningur. Það koma alltaf öðruhvoru fyi'ir vanskapningar, sem oftast eru þá minni háttar og ekki valda neinum trufl- unum á lífsskilyrður einstaklingsins, enda þótt því geti fylgt andlegar áhyggjur. Meiri háttar vanskapnaðir valda meiri og minni truflunum á athafnalífi einstaklingsins, þótt á seinni tímum sé mikið orðið hægt að bæta úr mörg- um þeirra. Enn eru meiri vanskapningar, sem ekki eru samræmanlegir sjálfstæðu lífi einstaklingsins, og þess vegna valda litlum óþægindum nema því foreldri, sem slíkt má þola. Venjulega er það fyrsta spurning hverrar hugs- andi móður eða föður, hvort barnið sé rétt skapað, og er það sjálfsagt sú hugsun, sem hver móðir býr yfir þann tíma, sem hún gengur með' barnið. Mikið hefir verið ritað um uppruna og arfgengi van- skapninga, og á hvaða stigi þróunarinnar slíkur vöxtur byrjar. Það verkefni er engan veginn rannsakað til fulln- ustu, og það er ekki meiningin með þessum línum, að rekja það nánara. Mestu máli skiptir, að vanskapnaðir eru arfgengir og þess vegna ætti að vera hægt að forðast þá með því að gæta þess, að þeir einstaklingar tímgist ekki saman, þar sem slíkt hefir komið fyrir í ættum. Þetta er þó mjög erfitt að framkvæma hjá mannkyninu, því meðal mannanna er ekki um neinn hreinan stofn að ræða í erfðafræðilegum skilningi, og getur hver sem er átt von á því að eignast vanskapað afkvæmi. Hættan er þó meiri ■* hjá þeim, sem .vita af vanskapningum í ætt sinni.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.