Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1943, Síða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1943, Síða 9
19 L J ÖSMÆÐR ABLAÐIÐ minni. Útlit hennar þekkja flestir og þarf ekki að lýsa því. Egg sín límir kvenlúsin föst á höfuðhárin, með sér- stöku límefni (chitin), sem hún gefur frá sér. Lím þetta er svo sterkt, að mjög erfitt er að ná eggjunum af hár- unum, án þess að leysa limið upp. Egg lúsarinnar eru grá á lit, á stærð við sandkorn, og nefnast í daglegu tali nit. Egg sín festir iúsin ætíð neðst niður við hársvörðinn. Þegar hárið vex, færast gömlu eggin frá hársverðinum, og Höfuðlús (kvenkyns). Nit. b. Kisarfóstur. eftir því, hve langt þau sjást út eftir hárunum, má marka, hve lengi maðurinn hefir gengið með lúsina. Svo mikil getur nit orðið í hárinu, að hún bókstaflega liti dökkt hár grátt. Af þvi er dregið orðtakið grár af lús. Stungu lúsarinnar fylgir mikill kláði, sem hefir í för með sér, áð þeir, sem óværuna hafa, eru sífellt að klóra og aka sér. Myndast þá rispur og fleiður í hársverðinum. Ofan 'í þessi smásár berast óhreinindi og sýklar. Þau breytast þá stundum í vessaútbrot og hrúður, hingað og þangað í hársverðinum. Vessarnir klínast í hárin, sem þá h'mast saman, og séu óþrifin á háu stigi, getur farið svo, að allt hárið fari í einn þófa. Hefir það verið nefnt „pólsk- ur göndull" (plica polonica) og bendir til, að óþrif hafi einhvern tíma verið mikil þar i landi. Þó að óþrifin komist

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.