Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 10
20 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ ekki á svona hátt stig, fá alla jafna þeir, sem lúsugir. eru til langframa, sérstaklega börn, bólgna eitla i hnakkagróf og á hálsi. Komið getur fyrir, að grafi í eitlunum og skera verði í þá sem hverja aðra ígerð. Hafi slíkt ástand mynd- azt, hefir það mjög slæm áhrif á almenna líðan barnsins, og dregur úr eðlilegum þroska þess (,,kirtlaveiki“). Fatalús. Flatlús. Fatalúsin er mjög lík höfuðlúsinni að útliti, en öllu stærri. Fatalúsin fer aldrei í hársvörðinn, en heldur sig í nær- fatnaðinum, þeim megin, sem að húðinni veit. Hún skríður einungis úr fatnaðinum á hörundið til þess að sjúga blóð úr því. Þegar hún hefir fengið fylli sína, skríður hún aftur í klæðnaðinn. Hún verpir eggjum sínum í nærfatnaðinn innanverðan, einkum í sauma og fellingar. Fyrir kemur, að nit hennar sést á líkhárum bolsins, stundum jafnvel í skapahárum og holhöndum. Eggjamergðin getur orðið svo mikil, að fatnaðurinn lítur út eins og væri hann mjölugur að innan. Undan stungu fatalúsarinnar kemur venjulega lítið hringmyndað upphlaup á húðinni með ofurlítilli svart- leitri blóðstorku í miðju. Síðar sjást oft brúnleitir blettir,

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.