Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1948, Side 3

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1948, Side 3
Ljósmæðrablaðið IV. 1948. Aðalfundur 1948. Aðalfundur Ljósmæðrafélags íslands var haldinn í Reykjavík þ. 22. júní 1948.. 18 ljósmæður sátu fundinn. Formaður setti fundinn, bauð fundarkonur velkomnar °g minntist látinnar ljósmóður, Önnu Þorgeirsdóttur frá Gerðum í Garði. Vottuðu fundarkonur henni virðingu sína ftieð því að rísa úr sætum. Þá las ritari fundargerð síðasta aðalfundar, og var hún samþykkt athugasemdalaust. Næst skýrði gjaldkeri frá fjárhag félagsins og sjúkra- sjóði og las upp endurskoðaða reikninga félagsins og sjóðsins, og voru þeir samþykktir með öllum atkvæðum. Form. gerði þá grein fyrir störfum stjórnarinnar á arinu, þar á meðal því, að stjórnin hefði, eftir ósk síð- asta aðalfundar, talað við landlækni um hina knýjandi þörf þess, að nýja fæðingardeildin tæki sem allra fyrst til starfa. Eins og allir vita, situr þar enn við sama, en Vonir munu standa til, að þar rætist úr á þessu ári. Greiðslum úr lífeyrissjóði ljósmæðra kvað form. enn hagað á sama hátt og áður, en í ráði væri að endurskoða ýmislegt í tryggingarlöggjöfinni í sumar eða haust. Kæmi þá til athugunar, hvernig sjóðurinn yrði sameinaður trygg- mgunum, en forráðamenn Tryggingastofnunar ríkisins hefðu lofað því, að stjórn Ljósmæðrafélagsins fengi að fylgjast vel með öllu þar að lútandi. Um gjaldskrá ljós- mæðra væri sama að segja, hún væri enn ósamin og myndi Ijósmæðrum bezt að bíða rólegar átekta í því efni.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.