Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 6
40 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ á þessum sjálfsögðu og nauðsynlegu skýrslum, og eru þess nefnd ýms dæmi í bréfinu, studd ummælum presta í Reykjavík og víðs vegar úti um land. Af reynslu sinni í sambandi við að heimta saman aðrar skýrslur telur Hag- stofan óhætt að álykta, að höfuðorsökin til þess, að skýrsl- ur ljósmæðra koma ekki fram, sé sú, að ljósmæður dragi úr hófi að ganga frá skýrslum og senda þær frá sér. Það eru nú liðin 35—40 ár síðan sú kvöð var lögð á íslenzkar ljósmæður að tilkynna barnsfæðingar til prest- anna. Áður var þetta ekki eins nauðsynlegt og nú á síðustu áratugum. Þá var venjan að skíra börn svo ung að lengi þótti dragast, yrðu þau meira en viku til hálfs mánaðar gömul. Svo komu nýir tímar. Að skíra eða ekki skíra mátti vera eftir geðþótta hvers og eins, presturinn vissi ekki um barnið fyrr en seint og síðar meir, húsvitjanir voru þá einnig að nokkru leyti komnar úr móð. — Þá var leitað til ljósmæðranna um framtal fæddra barna, og sýndist það vera örugg lausn málsins, en nú er þar sýnilega miklu á- fátt, og væri óskandi að brygði til hins betra. Er ég hrædd um að miklu ráði gamall vani — því að ekki álít ég að yngri ljósmæður séu hér öðrum sekari. Annars mun þarna, eins og annars staðar heppilegast gamla ráðið að gjalda öllum, það sem skylt er, og gjöra hvað eina á réttum tíma. Nú eru komin ný eyðublöð undir fæðingatilkynningar, og eru þau öllu nákvæmari en hin sem áður voru, og er því brýn nauðsyn að hver ljósmóðir, hvort sem hún hefir fleiri eða færri fæðingar, fái sér nú sem allra fyrst hin nýju tilkynningaeyðublöð og útfylli þau eftir því sem þar er fyrir sagt og sendi þau vandlega útfyllt til þess sóknar- prests, sem „fæðingasókn barnsins“ heyrir undir — helzt ekki síðar en viku eftir fæðingu barnsins — það var gamla ákvæðið, því þá var ætlast til þess að einhver af heimilinu færi til kirkju hvern sunnudag og var þá hægurinn hjá. Hér í Reykjavík hafa prestarnir verið mjög sanngjarnir

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.