Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1948, Qupperneq 10

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1948, Qupperneq 10
44 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Ur sögu deyfinganna. Árið 1946 átti svæfingin 100 ára afmæli. I því tilefni er fróðlegt að athuga, hvernig farið var að fyrir þann tíma að eyða eða draga úr sársaukanum við holskurði. Þetta var reynt með ýmsu móti, en tilraunir þær hafa þó að- eins haft litla þýðingu fyrir framþróun læknisfræðinnar. I fyrstu lyfjaskránni, sem læknaskólinn í Salerno gaf út, er tilnefnt svæfingarmeðal: „Spongia somnifera". Það var njarðarvöttur, sem dýft hafði verið í deyfandi vökva úr ýmsum jurtum, var hann svo settur til þerris móti sól og geymdur, þangað til á þurfti að halda. Til afnota var hann vættur með heitu vatni og lagður fyrir vit sjúklings- ins, til þess að hann skyldi anda gufunni að sér. Þegar vekja átti sjúklinginn, var lagður annar njarðarvöttur, vættur í ediki, fyrir vit hans. Nothæfur jurtavökvi var ópíum, hyoscyamus, mandra- gora o. fl. Eigi vitum vér með vissu, hvenær skurðlæknar fóru að nota þennan svæfingar-svamp, en það er áreiðan- legt, að Theodorik (1205—1298) notaði hann. Þýzkir sagn- fræðingar ætla, að hann hafi þekkzt fyrir meira en 2000 árum, en efast um, að gufan hafi getað svæft sjúkling- inn, ætla að sjúklingurinn hafi orðið að gleypa eitthvað af vökvanum til þess að sofna. Sagt er, að mandragora (sem er náskylt scopolamini) hafi verið gefið sjúklingum inn sem lyf til svæfingar við skurðlækningar. Þetta er ekki ósennilegt. Svæfingar-svampurinn var notaður í Þýzka- landi allt fram á 16.—17. öld, en árangurinn var lítill og óviss (Lausl. þýtt úr norska ljósmæðrablaðinu).

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.