Ljósmæðrablaðið - 01.03.1949, Side 4
14
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
greind til að geta bjargað sér, hvað þessi mál snertir,
og verður því það opinbera að hlaupa undir bagga.
Það verður að leitast við að skapa einstaklingnum
eða fjölskyldunni heilbrigt umhverfi, þar sem reynt
verði að koma á aftur, meðal annars, hinu persónu-
lega viðhorfi, að meira eða minna leyti. Þetta er að-
eins hægt að gera með því að skipuleggja bæinn í
hverfum, hvert fyrir 5—10 þús. manns.
I hverju hverfi verði komið upp- miðstöð þar sem
fólk á kost á andlegri og líkamlegri næringu, þar sem
það getur sótt skemmtanir og samkomur, læknis-
hjálp og lyf, þar sem heilsuverndarstarfsemi fer
fram á viðtækum grundvelli o. s. frv. Ef hæfilega
margir almennir læknar, heimilislæknar, væru í hverju
hverfi, þá myndi fólkið þar smám saman velja þá
fyrir sína lækna og leita til þeirra. Þeir myndu verða
sjálfsagðir ráðunautar í öllum sjúkdómstilfellum.
Þeir myndu ráðleggja fólkinu að leita sérfræðings
eða fara á sjúkrahús, eftir atvikum, og stæðu í sam-
bandi við heilsuverndarstöðina, og ef til vill væri
lækningastofan einmitt þar. Þannig vissi heimilis-
læknirinn um allt viðvíkjandi heilbrigði sjúklinga
sinna.
Því miður horfa málin allt öðru vísi við í dag, það
er erfitt fyrir fólk að hafa samband við sjúkrasam-
lagslækninn, vegna fjarlægðarinnar, og sérfræðing-
ana heimsækir fólk á víxl, eftir geðþótta, án þess
að heimilislæknirinn ráði neinu þar um, eða hafi
neitt um það að segja.
Þetta litla sýnishorn heilbrigðismála Reykjavíkur sýnir,
svart á hvítu, hve mörgu er ábótavant, hve skipulags-
leysið er mikið.
Sums staðar vantar starfskrafta og stofnanir, annars
staðar eru ágætir og nægir starfskraftar fyrir hendi, eins
og á sér stað um almennu læknana og sérfræðingana, en