Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Side 10

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Side 10
56 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ I ritgerð frá „Foreningen for Gynækologi og Obste- trik“, Dansk medicinsk selskab 1929—30, bls. 52, lýsir Verning yfirlæknir einu tilfelli af samvöxnum tvíburum. Það var þriðja fæðing hjá konunni. Fyrri fæðingar höfðu gengið vel. Við síðari fæðinguna fundust uppþornaðar fósturleifar, ca. 10 cm, í belgjunum (foetus papyraceus). Konan var kviðmikil, en að öðru leyti hraust um með- göngutímann. Búizt var við fæðingu í miðjum janúar. Hríðir byrjuðu 5. janúar. Læknir var sóttur, vegna þess, hve hríðirnar voru lélegar. Rannsókn leiddi í ljós, að kon- an gekk með tvíbura. Fyrra barnið var í höfuðstöðu. Fósturhljóð voru góð, en kviður fyrirferðarmikill. Grind- armál eðlileg. Gefið var pítúítrín og jukust hríðirnar og legvatnið fór. Litlu síðar sá í höfuðið, en þrátt fyrir góð- ar hríðir, virtist lítið miða. Loks þegar höfuðið var fætt, stóð á herðunum, og tókst ekki að ná þeim fram hvernig sem togað var í höfuðið. Þá var konan rannsökuð og og virtust herðarnar ekkert óeðlilega breiðar. Þá voru handleggir leiddir niður, en ókleift reyndist að ná herð- unum, hvernig sem reynt var. Enn var þreifað og fannst þá, að breiður stilkur lá út frá brjósti fóstursins að framan og stefndi upp á við til hægri. Þar var hann fastur við fyrirferðarmikið flykki. Hægra megin við það fundust smáhlutar. Einn þeirra var dreginn fram og reyndist vera handleggur. Af þessu þótti auðsætt, að um samvaxna tvíbura var að ræða. Seinna fóstrið var í skálegu. Samvöxturinn var svo ofarlega, að erfitt var að klippa hann sundur. Var þá reyndt að toga fóstrið lengra fram og heppnaðist að ná því svo langt, að efri hluti brjóstsins kom í ljós. Var svo hægt að snúa því fram á við og leiða niður fætur hins fóstursins. Tókst þannig að ná því með því að toga í fyrra fóstrið fram á við um leið. Spöngin rifnaði aftur að hringvöðva. Konan fékk engan hita í sængurlegunni. Vanskapnað- urinn, sem vóg 4,3 kg, var andvana. Hvorttveggja var

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.