Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 12
46 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ með hjartagalla eftir rauðahunda-faraldrana en annars gerist. En þetta mun ekki hafa verið kannað. Það er mikils um vert að geta gert verðandi móður, sem fær rauða hunda, sem gleggsta grein fyrir hættunni, er af því kann að stafa fyrir bamið, því að oft getur staðið svo á, að hún vilji taka nokkra áhættu fremur en æskja leyfis til fóstureyðingar, og kemur þá til að meta horfumar fyr- ir barnið. Eftir því sem næst verður komizt, virðist óhætt að ætla, að líkurnar fyrir því, að það fæðist með meiri hátta vönt- r.n eða vanskapað, séu að jafnaði undir 20%, og er þá mið- að við, að móðirin hafi sýkzt einhvern tíma á fyrsta þriðj- ungi meðgöngutímans. Þó ber að taka tillit til þess, að hættan er að öllum líkindum mest á fyrsta mánuðinum, en fer svo minnkandi. Á fjórða mánuðinum mun hún vera mjög lítil og hverfandi úr því. Um tíðni ýmissa minni háttar ágalla er lítið vitað, en það skiptir minna máli í þessu sambandi sem og það, að andvanafæðingar virðast tíðari meðal þessara kvenna en annars gerist. Ef kona fær rauða hunda snemma á meðgöngutímanum, hefur það verið tekin sem gild ástæða til að leyfa fóstur- eyðingu, enda má það teljast fyllilega réttmætt, þótt ör- þrifaráð sé. En að sjálfsögðu ber að leggja megináherzlu á að koma í veg fyrir, eftir því sem unnt er, að þunguð kona taki veikina. Hér er að vísu ekki hægt um vik, meðan ekki er völ á virku bóluefni, og af gamma-glóbúlíni er varla að vænta árangurs nema í einstökum tilfellum, er sérstaklega stend- ur á. Er þá helzta leiðin sú, að stuðla eftir megni að því, að sem flestir — og þá sér í lagi stúlkur — fái veikina á barnsaldri. Og með það fyrir augum ætti að nota hvert

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.