Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 3
Ljósmæðrabl, IV.—V.
Júlíus Sigurjónsson, prófessor:
Meðfætt heyrnarleysi og önnur
vanheilindi af völdum rauðra hunda
Grein þessi birtist i Læknablaðinu nr. 2 1962, og er hér endur-
prentuð með vinsamlegu leyfi höfundar og ritstjórnar Lækna-
blaðsins.
Rúmlega 20 ár eru liðin síðan ástralskir læknar bentu
fyrstir manna á, að rauðir hundar geta valdið ýmis háttar
meðfæddum vanheilindum.
Mikill faraldur rauðra hunda hafði gengið um allt meg-
inland Ástralíu á árunum 1938—1941, en um það leyti,
eða þegar líða tók á faraldurinn, fæddust óvenjulega mörg
börn með cataractablindu, og mörg þeirra höfðu einkenni
hjartabilunar. Eftirgrennslun leiddi í ljós, að mæður
fiestra barnanna höfðu fengið rauða hunda snemma á með-
göngutímanum, og vakti N. McA. Gregg athygli á þessu
í grein, sem birtist 1941. (2)
Þetta voru vissulega óvænt tíðindi, en aðrar athuganir
frá Ástralíu(12) og víðar að staðfestu von bráðar, að það
er miklu algengara en svo, að tilviljun geti verið, að barn
alið af móður, sem fengið hefur rauða hunda á öndverðum
meðgöngutímanum, fæðist vanskapað eða með einhverja
vöntun. Má þar til nefna heyrnarleysi, blindu (aðallega
vegna cataracta), missmíð á hjarta og microcephalia, en
margt fleira og smávægilegra getur og komið til. Smitun
eftir þriðja mánuð, eða a.m.k. eftir fjórða mánuð, virðist
þó hættulítil eða hættulaus.