Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 15
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
49
Flest börn virðast fæðast heima (91%) og móðirin sit-
ur venjulega er hún fæðir barn sitt (86%). Það er at-
hyglisvert að ekki er venjulegra að liggja á bakinu við
fæðingu en að standa, þegar barnið fæðist heima (3%).
Konan situr oftastnær á hækjum sínum. Aðstoðarkona
sat oft fyrir framan hana á jörðunni og stakk fótunum
undir sitjanda hinnar fæðandi konu til þess að geta betur
tekið á móti barninu. Stundum voru fleiri aðstoðarkonur.
Ein þeirra stóð þá venjulega fyrir aftan hina tilvonandi
móður, lyfti upp handleggjum hennar og rak hné sín í
bak hennar svo hún fettist aftur. Stundum virðist að-
stoðarkona sitja fyrir aftan hina fæðandi konu og gerir
hún þá tilraun til að þrýsta barninu niður og út með hand-
leggjunum. Sumar af konum þeim, er spurðar voru sögð-
ust nota reipi, er héngi niður úr loftinu til að halda sér í
og fá þannig viðspyrnu.
Fæðingarárgangur: 192 konur (þær 113, sem áður voru
nefndar eru einnig í þessum hóp), sem samtals höfðu átt
697 börn, voru spurðar um hve mörg barnanna hefðu
fæðst andvana, hve mörg hefðu dáið fyrstu vikuna og
hvort börnin hefðu fæðst á níuna til tíunda mánuði eða
sjöunda til áttunda mánuði meðgöngutímans.
Tafla 2. Dauðsföll barna um fæðingu hjá frumstæðum
konum í Marocko (697 fæðingar).
e
9-i C Cð
cð hJ3
£ .5 TJ
03 ^
A 'O i>
oJ
fí
'Ö 5
'Ö
K c
fc a
w o3
03
•c-S
S *o
rn «
V2
Fædd á 9—10 mán. meðg.t. 680 10 4
Fædd á 7—8 mán. meðg.t. 4 19
684 11 13
684
13
697
24 börn virðast því hafa dáið. um fæðingu og innan
viku frá fæðingu eða 3.4% og er það undravert hve það