Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 19
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 53 Heyrnartæki fyrir smábörn, sem heyra illa Þegar barn fæðist hefur það vel þroskaða heym, sem tekur við hljóðhrifum þeim, sem barnið verður fyrir, en sá hluti heilans, sem á að skýra þessi hljóð er ennþá van- Þroska og fullkomlega reynslusnauður. Fyrstu vikurnar veita börnin svörun við hljóði, en aðeins ósjálfrátt. Þegar barnið heyrir skyndilega sterkt hljóð, kippist það ósjálfrátt við, stirðnar, réttir frá sér hendur og fætur og glennir fingur og tær. Lægra hljóð nær eyr- enu fær barnið til að depla augunum og vipra andlitið. Þessi svörun við hljóði hverfur eftir nokkrar vikur. Æðri stöðvar heilans fara þá að ná valdi yfir viðbrögð- um barnsins. TakmörJcuö heyrn. Barn, sem fæðist með takmarkaða heyrn eða fer að heyra illa rétt eftir fæðingu getur að sjálfsögðu ekki skilið mál manna eða talað sjálft á venjulegan hátt. Það kemur fyrir að ekki er tekið eftir slæmri heym barna þar til þau eru 3—4 ára gömul og jafnvel enn eldri. Þetta á sérstaklega við um þau böm, sem heyra hljóð með lægri tíðni, en heyra illa eða ekki hljóð, með hærri tíðni (frekvens). Barnið getur þá heyrt raddir og etv. skilið sérhljóða, en á erfitt með að greina í sundur sam- hljóða. Skilningur á máli annarra er oft mjög óöruggur, og oft er ekki hægt að skilja börnin sjálf. Auðvelt er að vanmeta slík börn. Þau virðast ekki greind og verða vankunnandi vegna þess að þau missa af þeirri þekkingu, sem önnur böm öðlast án fyrirhafnar í umgengni við fólk sem talar. Það er hægt að sannreyna heyrnarveilu þegar á fyrsta aldursári. Rannsóknir á eðlilegri talþróun barna, nýtísku

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.