Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 10
44 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ um til tveimur eftir faraldurinn 1925—1926. Kemur þetta furðu vel heim við það, sem taflan sýnir, og raunar enn betur en tölurnar þar segja, því að aðeins tvö af bömun- um þremur frá 1916 og eitt frá 1927, fæddust á þeim tíma hvort árið sem helzt var að vænta, ef um samband við faraldrana hefði verið að ræða. Og ekki er þá áber- andi ósamræmi í því, að ekkert slíkt barn fæddist eftir faraldurinn 1906—1907, þar sem aðeins var að vænta eins eða tveggja. Að öllu athuguðu virðist mega gera ráð fyrir, að áhætt- an 1940—1941 og 1954—1955 hafi í mesta lagi verið sem svarar rúmlega 10%, en líklegt þykir, að hún hafi verið nær 5—6%. Hér má að vísu benda á, að þessar athuganir ná aðeins til heyrnarlausra barna, sem komizt hafa á skólaaldur eða a.m.k. náð 5 til 6 ára aldri. Böm, sem kynnu að hafa fæðzt án heymar, en dáið fyrir þann aldur, hefðu því fallið undan talningu. En á hinn bóginn er ekki fullvíst, að öll börnin frá 1941 og 1955 hafi borið menjar rauðhundasýk- ingar, þótt vafalítið hafi svo verið um langflest þeirra. Öruggari vitneskju um hættuna má fá, ef fylgzt væri með nógu mörgum þeirra kvenna, sem sýkjast á meðgöngu- tímanum, og samanburður gerður á börnum þeirra og annarra kvenna, er þar að kemur. Gallinn er sá, að þar sem flestir fá rauða hunda, áður en fullorðinsaldri er náð, eins og víða er, og oft er ráðizt í fóstureyðingu, ef bams- hafandi kona tekur veikina, getur tekið alllangan tíma að rá til nógu margra. Slíkar athuganir, að vísu í smáum stíl, hafa þó verið gerðar á seinni árum. Benda þær yfirleitt til þess, að meiri háttar vanskapnaður eða vöntun, sem auðvelt er að greina, tn þar af er heymarleysi algengast, komi miklu sjaldnar fram en í öndverðu var talið, varla oftar en í 12—15% tilfella, að því er sumir telja (1,3) og er þá miðað við sýk- ingu á fyrsta þriðjungi meðgöngutímans. Má segja, að

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.