Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1904, Síða 3

Freyr - 01.04.1904, Síða 3
PEEYE. 27 ár, „til að kaupu fyrir galvaníseraðann gadda- vír, galvaníseraða járnteina og galvaniseraða járnstólpa i túngirðingar“. Undir eins við þessa íyrstu grein laganna er svo margt og mikið að athuga, að eg veit naumast, hvar eg á að byrja. Onytjungnum eg ráðleysingjanum er boðið takmarkalítið og mjög illa trygt lán, til þess að girða tún sitt með útlendu og lítt þekktu girðingaefni, og jafnframt séð um að enginn eyrir af þessu mikla fé — • fé, sem slagar hátt upp í árstekj- ur landssjóðs - lendi hjá innlendum mönnum, heldur alt í vasa útlendra verksmiðjueigenda og auðmanna. Atorkumaðurinn aftur á móti, sem vill girða tún sitt með grjóti eða öðru góðu innlendu efni, fœr enga hjálp til þess, enda þótt póg og gott grjót sé alveg við hendina. Það fer því fjærri að lögin styðji að því, að auka atvinnuna í sveitunum, sem eínmitt hefði átt að vera þungamiðja þeirra, heldur leitast þau miklu fremur við, þótt i smáum stíl sé, að draga verka- fólkið úr sveitunum, með þvi að veita atvinnu við uppskipun, sem borguð er af opinberu fé. Um gaddavírinn sjálfan sem girðingaefni hefir verið margt og mikið sagt, bæði utanþings og innan, og miklu meira en hægt er að segja með rökum. Vist er þó, að hann getur verið gott girðingarefni á sutnurn stöðum, et' hann er rétt notaður, og orðið oss að .miklu líði; en þetta erísjálíúsér engin meðmæli með gadda- vírslögunum. Elzta gaddavírsgirðingin hér á landi, sem eg þekki, er 10 ára gömul, fiestar eru miklu ýngri. Mest er af gáddavírsgirðingunum hér i Reykjavik og nærsveitunum, enda eiga þær bezt við hér, af því snjókoma er lítil og sauðfé fátt. Allar gaddavirsgirðingai’, sem eg hefi skoðað, og eru meira en eins eða fárra ára, hafa verið meira eða minna skemdar. Vana- lega byrjar ryðið á öddum viisins, sem oftast eru ógalvaníseraðir (á öllum fjóryddum vír), og breiðist þaðan út. Þetta þarf þó ekki til. Oft detta ryðblettir á vírinn millum gadd- anna eftir fá ár, án þess að menn viti nokkra orsök til. Liggi vírinn niður eða slitni, eins og oft vill verða, flýtir það mjög fyrir eyði- leggingu hans. Enn er ekki fengin svo mikil reynzla fyr- ir varanleik gaddavírsins, að hægt sé að segja neitt með vissu, hvað leugi hann getur enzt. Eftir þvi, sem mér virðist (og eg efast um að nokkur hér á landi hafi skoðað fleiri gadda- vírsgirðingar en eg), álít eg ómögulegt að gjöra ráð fyrir að gaddavírinn, undir almenn- um skiíyrðum, endist lengur en svo sem 15 ár, þó með mikilli aðgerð, að minsta kosti seinustu árin. Eigi að halda gaddvírsgirðing- unni við, svo að hún sé stæðileg eftir 20 ár, má óhætt gjöra ráð fyrir að enginn urmull sé eftir af hinni upprunalegu girðingu, nema ef til vill eitthvað af máttarstólpunum. Mér er því ómögulegt að skilja í, hvernig formælend- ur laganna hafa komist að þeirri niðurstöðu, að girðingarnar skyldi afborga á 41 ári, eða meira en helmingi lengri tíma en nokkur von er um að þær geti enzt. Og þetta verður mér enn óskiljanlegra þegar eg les Alþingis- tíðindin, og sé að enginn þingmaður hefir dirfst að halda því fram, að girðingarnar entust í 41 ár eða neitt nærri því. Eg get ekki betur séð en að sjálfsagt hefði verið að binda afborgunarskylduna við 15 ár, eða þann tíma, sem von er um að girð- ingarnar endist. Með þessari löngu afborgun- arskyldu hljóta lögin að hafa illar afleiðingar á einhvern hátt, ef þau á annað borð korna í framkvæmd. Til þess að sýna hveruig lögin geta orð- ið og hljóta að verða í framkvæmdinni, vil eg taka tvær meðal jarðir með 25 dagsláttu tún- um. Önnur jörðin er opinber eign en hin bónda eign. Á báðum jörðunum eru túnin girt samkvæmt gaddavírslögunum. Til girðingarinnar á opinberu eigninni leggur landssjóður til 348 kr. (sjá síðar) sem afborg- ast á 41 ári með 17,40 kr. árlega. Á bænda eigninni nemur landssjóðslánið 261,00 kr., er af- borgast á sania tima með 13,05 kr. á ári. Báðir bændurnir flytja af jörðunum eftir 12 ár Þeir hafa verið hirðumenn og haldið girðing- unum vel við, svo að þær fljótt á að líta virð- ast nokkurnvegin stæðilegar. í ofanálag borga þeir 30 kr. hvor, og mun það full hátt sett, því að allir sem kunnugir eru úttektum til sveita, vita, að álag til t. d. á fallin hús, er sjaldau nema lítill hluti af því, sem þau kosta

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.