Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1904, Side 6

Freyr - 01.04.1904, Side 6
30 FREYR veðri eða strengirnir linast af öðrum orsökum gengur vírinn, hvað lítið sem við hann er komið, upp og niður & teinunum, því að ekk- ert er viðhaldið, og sauðféð kemst í gegnum girðinguna jafnvel þótt strengirnir væru hafð- ir euu fleiri en lögin ákveða. Auðvitað má festa strengina við teinana með vír, en það vill lika losna þegar frá líður, nema að gjörð- ar séu skorur í teinana fyrir hvern streng, en það er bæði mikið verk, og svo endast þeir þá ver én ella — ryðga fyr. Eg álít því að sívölu teinarnir séu alls ekki notandi til girðinga. I staðinn fyrir teinana á að nota hentuga girðingastólpa. I vetur hefi eg spurt mig fyrir á Bret- landi uin, hvort ekki væri hægt að fá hentuga girðingastólpa handa oss, svo ódýra, að von væri um að þeir gætu orðið að almennum not- um. í því skyni sendi eg uppdrátt af stólpa eins og eg áleit oss þá haganlegasta, og fékk með miðsvetrarferðinni stólpa til sýnis af líkri gerð og eg hafði óskað eftir. Stólpinn er úr deigu járni 54" á lengd, T myudaður (þver- skorinn), 1" á hvern veg, þykt járnsins 1js" og vigtin 3,85 pd. Ætlast er til að stólpinn gangi 18—19" i jörðu, og að strengir séu 4, 88/4" á millum hvers, og neðsti strengurinn 7 —8" frá jörðu. Stólpinn er með 4 götum fyr- ir þar til gjörða kengi, sem fýlgja með, til þess að festa strengjunum við stólpana. Vanalega eru stólparnir hafðir hikaðir (ineð þar til gjörðu hiki), og kostar þá smálestin(o: 527 stólpar) 281,48 kr. flutt um borð í Leith, eða hver stólpi 53 aura. Sé reiknað 13°/0 i umboðslaun, flutningsgjald, uppskipun og burðargjald undir peninga, sem er vel í lagt, kostar hver stólpi fluttur á land á hverri höfn sem strandferðaskipin koma á, 60 au., og þriðungi meira ef þeir eru galvaní- seraðir. Ef teknar eru margar smálestir í einu fæst nokkur afsláttur. Grirðing með þessum stólpum með 4 faðma millibili, sem að ininni hyggju er miklu betri en girðing eftir gaddavírslögunum, kostar þá um tún af sömu stærð og lögun og í áður nefndu dæmi, sem hér segir: ir, á 20 au. faðm. . . . kr. 138,00 2. Bikaðir girðingastólpar með 4 f. millibili á 60 au...................96,00 3. Hornstólpar 4 og máttarstólpar 8 á 3,50 kr...........................42,00 4. Umbúningur í tvö hlið, 25 kr. í hvort...............................50,00 Samtals kr. 326,00 Af þessari girðingu kostar því faðmurinn að eins 47 au. eða rúmlega einura íjórða mitina en af girðingu samkvæmt gaddavírslögunum. Eg býst við að sumir muni segja, þrátt fyrir þær skýringar, sem þegar eru gefuar, að oflítið sé að hafa 4 strengi. Úr vegi er því ekki að minna á, að í Astralíu og Nýja- Sjálaudi þar sem meira er girt með gaddavír en í nokkru öðru landi, og aðallega fyrir sauðfé, eru venjulega hafðir að eins 4 strengir. IV. Eg þykist hér að framaD hafa athugað allrækilega beina kostnaðinn fyrir landsjóð og bændur, sem t.úngirðingalögin hafa í för með sér. Obeini kostnaðurinn, sem af lögunum leiðir fýrir landssjóð, verður án efa mikill, en um hann er ekki hægt að gjöra sér greinilega hugmynd íýrirfram. Kostnað 'þann, sem lögin leggja á sýslusjóðina, verð eg þar á móti að minnast á, því að hann verður mjög mikill, og miklu meiri en flestir gjöra sér í hugarlund. Til þess að gjöra mönnum sem ljósast, hverskonar útgjöld og hvað mikil hér er urn að ræða, vil eg taka ákveðið dæmi — Húna- vatnssýslu. I sýslunni eru samkvæmt jarða- matsbókinni 409 jarðir, og eg gjöri ráð fyrir að túnin á þeim öllum verði girt á næstu 5 árum, eða þeim tíma, sem lánsheimildin gildir. Útgjöldin fyrir sýslusjóð verða þá: kr. 1. Mælingamaður í 204 daga, 3,00 kr. á dag....................612,00 2. Skoðunar- og matsmaður í 102 daga, 3,00 kr. á dag .... 306,00 3. Móttöku- og afhendingamenn í 140 daga, 3,00 kr. á dag .... 420,00 4. Uppskipunarkostnaður........... 736,00 Samtals 2074,00 eða á ári kr. 414,80 1. Galvaníseraður gaddavír, 4 streng-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.