Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1904, Qupperneq 8

Freyr - 01.04.1904, Qupperneq 8
32 FREYR það kemst. JPegar svo stendur á, sem oft kemur fyrir — gæti íjöldi af fé hjá sama bóndanum á einum degi stórskaðað sig, og það svo að fleira eða færra yrði að drepa. Og ekki eru gaddavírsgirðingarnar betri fyrir hrossin. f>au sækja jafnan þegar fer að líða á daginn heim að húsunum og heim á túnið, og þegar girðingin væri að meira eða minna leyti í kafi, mundu þau ekki vera að krækja í hliðin Mér kemur þá ekki á óvart, ef gaddavírslögin komast alment í framkvæmd, þótt stundum verði fljótt um þau, því eins og kunnugt er, þarf ekki nema eina rispu á fót- inn, ef hún kemur á óheppilegan stað, til þess að hrossið verði aldrei framar jafn gott. Mér finst því fylsta ástfæða til, bæði frá hagfræðislegu og maunúðarlegu sjónarmiði skoðað, að vara bændur, sem búa í héruðum þar, sem fannkomur eru miklar, við því að girða með gaddavír, sérstaklega þar, sem pen- ingshúsin standa á túnunum. Að því er vírgirðingarnar sjálfar snertir, þá hættir þeim mjög við að slitna eða sligast undau snjónum, einkum ef þær standa í halla. Þar, sem snjókoma er lítil álít eg aftur gaddavírsgirðingar víða heppilegar, og þær hafa þanu stórkost að svo fljótlegt er að girða með þeim. Mér 'er kunnugt um að sumir halda því fram, að gaddavírsgirðingar megi taka upp að haustinu í bygðarlögum, þar sem er snjóasamt, svo að þær verði ekki skepnum að meini. Þetta hlýtur þó að orsakast af of lítilli þekk- ingu á málefninu eða af ónógri yfirvegun. ]Það er svo mikið og ilt verk að rífa niður vel gjörðar gaddavírsgirðingar, og reisa þær aftur á vorin, að eg þykist þess fullviss. að ekki einn einasti bóndi á landinu hafi það fyr- ir reglu. Þegar verið er að bera saman gaddavírs- girðingarnar og girðingar úr innlendu efni, verða menn, auk hættunnar sem gaddavírnum fylgir, að muna eftir því, að t. d. varuarskurð- ir þux'ka landið um leið og þeir verja, og að grjót- og torfgarðar veita skjól. Þetta skjól er að minsta kosti mikils virði á Vestur- og Norð- urlandi, þar sem norðannæðingarnir eru svo algengir. Eg man eftir að eg hef oft séð grasið liggja í legu á 10—20 faðma breiðu belti fyrir innan girðingarnar, þótt það sem hærra hefur legið af túninu, og ekki hefir not- ið neins skjóls, hafi verið snögt og visið af. norðannæðingum. I sumar sem leið sá eg glögg merki hins sama hér á Suðurlandi í norðan kuldunum, sem gengu allan fyrri hluta ágústmánaðar. Einnig ber að minnast þess, að viðhald girðinga úr innlendu efni kostar aðeins vinnu, sem bóndinn getur oft látið í té sér að skað- litlu, ef hann er hirðumaður. En viðhald gaddavírsgirðinganna kostar peninga og kaup- staðarferðir, og af peningum er of lítið hjá bændum, en of mikið af kaupstaðarferðunum. Margt fleira en það sem nefnt hefir ver- ið, er athugavert við túngirðingalögin, en rúms- ins vegna verð eg að sleppa því að mestu. Þannig fæ eg ekki skilið hversvegna þingið hefir bundið lánveitinguna við næstu 5 ár. Það er fyrir mér eins og „Bónda“ í 79. nr. „Isafoldar11, að eg get naumast varist þeirri hugsun, að þingið hafi með þessu ákvæði vilj- að „hræða landsmenn (bændur) til að flana á- líka hugsunarlitið að lántökunui, eins og þing- ið sjálft að lánveitingunni“. Mér finst að 4—5 ár hefðu alls ekki verið oflangur undirbúnings- tími undir svo stórkostlegt nýmæli, sem hér er um að ræða. Hreppstjóraeftirlitið, sem lögin byggja svo mjög á, finst mér nærri því broslegt. Eg efast ekki eitt augnablik um að það verður víðast hvar að eins á pappirnum. Um sum sektará- kvæðiu er hið sama að segja. VI. I fyrsta kafla ritgjörðar þessarar mintist eg á, að túngirðingalögin hefðu átt að stuðla að því að auka atvinnuna í sveitunum. En það gjöra þau als ekki eins og áður hefir ver- ið tekið fram. Allir, sem kunnugir eru til sveita, vita, að það sem staðið hefir búskap vorum mest fyrir þrifum á seinustu árum er fólkseklan. Það lá því beint við, fyrst þingið á annað borð vildi réttalandbúnaðinum verulega hjálpar- hönd, að það reyndi að bæta úr þessu aðal- meini, ekki sízt þegar þess er gætt að vistar-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.