Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1904, Blaðsíða 9

Freyr - 01.04.1904, Blaðsíða 9
FREYR. 33 bandsleysingin sem er þingsins — en ekki J)jóðarinnar — verk, kefir án efa mjög stutt að hinni núverandi fólkseklu í sveitunum. Aðal orsökin til fólkseklunnar í sveitunum mun vera sú, að bændur sjá sér ekki fært að að borga verkafólki sínu viðunandi kaup, nerna stuttan tíma af árinu — um sláttinn. Gætu bændur haldið verkafólk haust og vor og börg- að því þolanlega, segjum 9—12 kr. á viku duglegum mönnum, þá er eg sannfærður um að verkafólksstraumurinn að sjónum minkaði mjög, ef ekki hætti með öllu. Að vísu veit eg að landbóndinn getur aldrei staðið sig við að borga eins hátt kaup og útvegsbóndinn þegar vel lætur, en þess ber að gæta, að atvinnan í sveitunum (ef hún er fáanleg) er miklu vissari, útgjaldaminni og hættu minni en fiskiveiðarnar, og eg efast ekki um, að menn fari alment að sjá það. Eini öruggi vegurinn til að halda verka- fólkinu kyrru í sveitunum, er að auka atvinn- una, og þetta áttu túngirðingalögin að gjöra og gátu gjört. í staðinn fyrir að veita 1f„ xailjón kr. lán til að kaupa fyrir útlendt girðingaefni, átti að veita líka upphæð til jarðabóta, og með því að túngirðingarnar eru mjög þýðingarmik- ið atriði í jarðrækt vorri, en hins vegar ákjós- anlegt eftirlitsins vegna, að binda lánið við eina tegund jarðabóta, var í sjálfu sér eðlilegt að veita það til túngirðinga. En í staðinn fyrir að lögbjóða eitt girðingaefni nm alt laud, átti þingið að láta bændur — í samráði við þar til kjörna skoðuna- og mælingamenn — vera sjálfráða um hvaða girðingaefni þeir not- uðu. Eg efast. ekki uin, að mjög margir mundu velja innlendt girðingaefni, og gengi þá mikið af fénu til verkafólksins, i staðinn fyrir að þa^ á nú alt að ganga út úr landinu. Bændur þyrftu þá ekki eins og nú, að senda syni sína og vinnumenn að vorinu til sjávarins eða í kaupstaði, til að leita sér atvinnu, heldur gætu haldið þeim heima, og tekið þar að auki fleiri eða færri verkamenn alt vorið og að haustjnu. í>ar við ynnist ekki einungis að nóg fólk fengist um sláttinn, heldur a]t vorið. Girðiiigalán, með því fyrirkomúlagi, sem eg hefi bent á, ætti áð vera. bundið því skil- yrki, að fulltrygg girðing um túnið yrði gjörð á hæfilega skömmum tíma, segjum 1—4 ár- um, eftir því hvaða girðingaefni yrði notað. Lánþyggjandi fengi svo útborgað á ári svo mikinn hluta lánsins, er svaraði til hins unna verks. Lánsupphæðin ætti að nema 2/3 af girðing- akostnaðinum, miðað við dagsverk jarðabóta- skýrslnanna — þegar um girðingu úr innlendu efni er að ræða. Endurgeiðsla lánsins ætti að miðast við varanleik girðingaefnisins. Girðingar úr grjóti (auðvitað vel gerð&r og úr góðu efni) ættu t. d. að endurborgast á 50 árum, torf- og gaddavírs- girðingar á 14—16 árum, og varnarskurðir á 10—12 árum. Ohjákvæmilegt er að girðingarnar séu teknar út þegar þær eru fullgjörðar, og eins að litið sé eftir þeim við og við, og séð um að ábúandi haldi þeim í fullu standi. Hvern- ig þessari úttekt og eftirtiti, svo og mælingu girðingastæðanna o. m. fl., yrði bezt fyrirkom- ið, skal eg ekki að þessu sinni skýra nánara, en að eins benda á, að annaðhvort má láta sýslunefndirnar veija einn eða fleiri hæfa.menn í hverri sýslu, er hafa þennan starfa á hendi, eða að láta Búnaðarfélag íslands taka það að sér beinlínis eða óbeinlínis. Eftir ýtarlega yfirvegun á túngirðingalög- unum og málefnum þeim, sem standa í sam- bandi við þau, er eg korninn að þeirri niðurstöðu, að bændur eigi ekki að nota lánsheimild lag- anna, heldur skora á þingmenn sína á næstu þingmálafundum um alt land: 1. að fella lögin um túngirðingar úr gildi á nœsta þingi, eða til vara, að jresta frarn- Jcvœmd þeirra. 2. að veita úr landssjóði 50,000 kr. lán á ári, með góðum kjörum, í næstu 10 ár, til tún- girðinga, úr hvaða efni sem hœndur kjósa og sem álízt tryggilegt Lánið útborgist eftir þar um settum reglum, og endurborgist á vissu árabili, miðuðu við varanleik girðing- aefnisins. Um leið og eg enda þessa ritgjörð og legg hana undir dóm almennings, vil eg ekki láta hjá líða að minnast með þakklæti þessvelvilja til landbúnaðarins, sem lýsti sér á seinasta

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.