Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1904, Síða 13

Freyr - 01.04.1904, Síða 13
FREYR. 37 Þessi breyting mun meðal annars og að miklu leyti stafa frá því, hve útigangan hefur á síðari tímum verið stranglega og nærgætn- islaust vítt sem harðýðgisleg meðferð á skepn- unuru; og á þessum siðustu (og verstu) tímum hefir horfellisfarganið langt úr hófi gengið. Eyrir þetta er nú alt of víða hætt að nota vetrarbeit fyrir sauðíé eins og mætti og ætti að vera. Fjársjóður sá , (kapital), er í vetrar- högunum liggur, er nú lítt eða ekki notaður; og jafnframt er rýrt verðmæti þess kapítals er í sauðfjárstofninuin liggur, með því inni- staða og gjöf fjárins eykur framleiðslukostn- aðinn og gjörir það língerðara og kvilla gjarn- ara en útigöngufé eða beitarfé. Þess má þó geta, að beitarfé virðist jafn-móttækilegt fyrir lungnaormasýkina sem gjafafé. Eyrir 7-—9 árum síðan tók eg að breyta til um meðferð kinda minna: draga úr iuni- gjöfinni og auka útibeitina. I fyrstu beitti eg að eins roskna fénu, en gat lömbum inni sem fyr. Þetta reyndist ekki vel; féð var misjafnt mjög að vorinn og sumt rýrt. Unga féð dugði lakar en hið eldra, en stóð sig eftir því betur sem lengur reyndi. Bæði þá og síðan hefir mér reynst svo, að gjafafé nær sér ekki að þola þrautbeitni fyr en á 3. vetri. Eyrir 6 árum hætti eg við fráfærur, og tók jafnframt að beita lömbum næstum eins og fullorðnu fé. Síðan hefir veturgamla féð dugað betur en elztu ærnar, og dilklömbin næstum eins og hið fullorðna. Nú er svo komið að eg þarf ekki að gefa fé minu þegar jörð er svo að það getur fengið fylli sína; það heldur sig að högum þótt ná- grönnunuw þyki ekki viðlit að opna fjárhúsin nema til að gefa í þau. Nokkur síðastliðin ár hefi eg alls ekki byrgt hús hjá fé mínu; og mér hefir reynst svo, að það liggur inni þegar að ilt er veður engu að síður. Innfenni þarf ekki að óttast sé þess gætt, að hafa enga smugu opna aðra en dyrnar. Eg læt féð njóta sjálfræðis sem mest má verða. Lömbum kenni eg átið fyrst er að harðnar á vetrinum, og læt þau svo ganga með eldra fénu sem oftast, til að læra af því að leita sér bjargar og skýlis. Með þessu lagi hefir fé mitt gengið allt jafnt og vel fram, og verið mjög fóðurlétt. t fyrra þótti vetur hér á Suðurlahdi vera í þyngra lagi og gjaffeldur. í>á var enginn innistöðudagur fyrir mitt fé. Heyeyðsla um 60 pd. á kind að meðaltali yfir veturinn, þar með reiknað samtals 5 vikna innistaða fyrir lömbin. Þess skal getið, að hér í Gröf er talið fremur hagsælt, og veðursælt i þvernyrðiugi, og að eg hefi sjálfur litið eftir fénu að vetrin- um. Það er meiri vaudi að þrautbeita, og þó ekki um of, en að fóðra inni, þó nóg sé til að gefa — og „sjálfs er höndin hollust'á Til að nota vetrarbeit til fulls, þarf eftir- lit með nákvæmni, hús rúmgóð, helzt með rimlagólfi, til að forðast bleytu, er féð kemur inn alfent, og að sjálfsögðu, sé fjörubeit. Þau ættu helzt að vera þar sett í högunum, er bezt er beitarvon á sem flesta vegu. Ekki mæli eg með þvi, að setja fé einungis „á gaddinn11, né að „gefa á gadd“. Húsin eiga að vera útbúin til að gefa í þeim, • er þarf, og fóður tiJ; en með beitinni á að spara það sem mest má til hagsmuna verða. Vita þykist eg, að í þeim héruðum lands- ins, þar sem menn eru eða þykjast fullkomn- ari i fjárhirðingu, muni brosa að þessu sem barnaskrafi. En það er ritað einungis fyrir þá, er eitthvað kunna að finna í því sér til athugunar eða eftirbreytni, — mína líka. Mánaðaskrá, til minnis um helztu garðyrkjustörf. Eftir Einar Helgason. Mai. Hafi ekki verið hægt, veðurs vegna, að sá því sem átti í apríl, þá er það gjört nú. Auk þess er sáð á bersvæði öðrum matjurtum sem hér geta vaxið, gulrófum, hnúðkáli, græn- káli, toppkáli, blöðrukáli, salati, lauk, karse. í byrjun mánaðarins má láta kartöflur spíra,

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.