Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1904, Qupperneq 14

Freyr - 01.04.1904, Qupperneq 14
 FREYR 38 en bjart þarf að vera á þeim svo spírurnar verði stuttar ,og gildar. Betra að setja kart- öflur óspíraðar heldur en með löngum og veik- um spírum; þær eru settar niður seinni part mánaðarins. Eræmæður settar niður um miðj- an mánuðinn. Eljótvöxnum eins árs blómplöntum, nemo- phile, morgunfrú og cynoglossum, er sáð á bersvæði. Séu fjölærar blómplöntur (blómstóð) til í garðinum og þeim hafi verið skýlt að vetrin- um með áburði eða heyrusli er losað um skýl- ið, þær eru færðar til, skift í sundur og gróð- ursettar, eftir því sem þörf gjörist. Stungið er upp og hrífað milli trjánna en gætt að þvi að ræturnar skemmist ekki. Séu stofurósirna búnar að blómga er efsta moldarlagið úr pottunum tekið burt og annað áburðarmeira sett í staðinn. Jafnframt má skera um þriðjung ofan af greinunum. Stofu- plöntur þær sem eru í blóma, eru vökvaðar með áburðarlegi einu sinni í viku. Sáð fóðurrófum, höfrum, byggi, og öðrum fóðurjurtum. Ennfremur lúpínum, hampi, hör og kúmeni. Sáð grasfræi. Elagið þarf ekki að plægja að vorinu ef það hefir verið gjört haustinu áð- ur, en áríðandi er að jafna og herfa það vel áður en sáð er. Dreginn valtari yfir ársgaml- ar sáðsléttur þegar klakann er að leysa úr jarðveginum. Sé chilisaltpétur borinn á, er það gjört að vorinu; bezt er að gjöra það tvívegis, í fyrra sinni um leið og sáð er og í seinna sinni þegar farið er að grænka. Houum er stráð yfir með hendinni og ætti það helzt að gjörast þegar útlit er fyrir rignirigu. Júni. Eramhald voryrkjunnar. Sáning og gróð- ursetning þarf helzt að vera lokið sem fyrst í mánuðinum. Blómkál er tekið úr vermireitnum og gróð- ursett á bersvæði í karftmikla mold og þar sem skjól er. ítauðkál, hvitkál, rósakál og selleríi er gróðursett á sama tíma. Hafi gui- rófum verið sáð i vermireit eða á annað sér- stakt fræbeð, eru þær teknar þaðan nú og gróðursettar. I auða rúmið í reitnum má sá steinselju eða nota það fyrir blómplöntur. Um eða eftir miðjan mánuðinn er hreðk- um, kerfli og spinati sáð í annað sinn. Dess- ar plöntur vaxa mjög fljótt, eru góðar til |mat- ar meðan þær eru ungar, en óhæfar þegar þær eru orðnar gamlar. Þegar rófurnar og aðrar matjurtir, sem sáð hefir verið á bersvæði, eru komnarvel upp, er byrjað að grisja plönturnar. Réttast er að grisja ekki strax fullkomlega, lofa nokkr- um aukaplöntum að standa þangað til komin eru á þær eitt eða tvö blöð, auk fræblaðanna; þá er hægra að halda þeim beztu eftir. — Nú þarf að hafa stöðuga aðgæzlu á að eyða arfanum, það verður hægast gjört meðan hann er sem yngstur. Levkój, asters og þriit fjóla' (stedmoder blomst) er gróðursett á bersvæði, móti sól í góðu skjóli og ýmsar aðrar einærar blómplönt- ur, sem sáð hefir verið tii inni snemma um vorið. A stofuplöntum í suðurgluggum verður stundum of heitt um þennan tima árs, eru. þær þá annaðhvort látnar í glugga rnóti'austri eða vestri eða þá að sólhlíf er látin vera fyrir þeim um hádaginn. JÞað verður einkanlega of heitt á sjálfum krukkuuum, þarf því að hafa sérstaka hlíf fyrir þeim. Grasfletir í skrautgörðum eru slegnir áð- ur en grasið verður mjög mikið. Nautgriparæktunarfélög. Þótt ekki sé nema rúmt ár síðan, að far- ið var fyrir alvöru að hreyfa hugmyndinni um stofnun nautgriparæktunarfélaga hér á landi, eru þegar stofnuð 7 slik félög, með til samans á áttunda hundrað kýr. Þegar þess er gætt að félagsskapur sá, er um er að ræða ,gefur ekki strax „peningaívas- ann“, eins og t. d. rjómabúin, er þessi fram- faraviðleitni mjög loísverð, og sýnir glöggt að íslenzkir bændur eru ekki seinir á sór að

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.