Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1904, Síða 16

Freyr - 01.04.1904, Síða 16
40 FREYE. að þessi orð sem nefnd voru standi á þeim, og sönmleiðis verksmiðju merkið. Kristján liefir og fengið verksmiðjuna til að búa til ljábakka eftir íslenzkri fyrirmynd, og verða þeir til sölu hér i sumar. Búnaðarkensla. Búnaðarfélag Islands hélt aukafund um þetta mál 12. marz. Björn búfr. Bjarnarson í Gröf var málshefjandi. Umræður urðu all- miklar og fóru þær nær því einróma i sömu átt og haldið hefir verið fram í „Frey". í umræðunum tóku þátt auk frummælanda og forseta: Einar Helgason garðyrkjumaður, J. Havsteen amtmaður, Jón Jónatansson bústjóri, Guðjón Guðmundsson búfræðiskandídat, Sig. Sigurðsson búfræðingur og Einar Finnsson vegavinnustjóri. Að loknum umræðum var svo látandi til- laga samþykt í einu hljóði: „Fundurinn óskar að sett sé á fót í Reykja- vík sem fyrst kensla í búnaðarfræði, ein- göngu bókleg, og víðtækari en hingað til hefir verið kostur á hér á landi, og“búfræð- isnemar eigi jafnframt kost á sem fullkomn- astri verklegri kenslu annarsstaðar1*. Fundinn sóttu millum 50 --60 manns, þar af nokkrir langt að komnir. Rannsóknir á lungnadrepi og skitupest. Magnús Einarsson dýralæknir, meðútgefandi „Freys“, fór í byrjun febrúar austur á land, til að rannsaka „lungnadiep og skitupest í sauðfé“, samkvæmt fjárveitingu seinasta al- þingis, og er ekki væntanlegur til baka fyr en í byrjun júnímánaðar. Yonandi er að Magnúsi takist að finna einhver ráð við þessum voða gestum sauðfjár- ræktar vorrar, og mún „Freyr“ skýra frá öllu markverðu, er f'rain kann að koma í því efni, og bændum má að gagni verða. Smælki. Góð kýr. í „Dansk Landmandsblad“ er skýrt frá kú í Norðurslésvík sem er borin 1884. Á 15f/2 ári (1886—1902) hefir hún mjólkað 81796 potta, eða að meðaltali á ári 5348 potta. Á sama tíma hefir kýrin étið 85562 fóðurein- ingar — þar með talin sumarbeit — eða 5563 fóðureiningar að meðaltali á ári. Hæst var nytin 1896—97, 7471 pottar um árið. Það sama ár át hún 6582 fóðureiningar. Fitumagn mjólkurinnar var svipað og al- ment gjörist i Danmörku 3,32°/0. Sé mjólkurpotturinn reiknaður á 10 aura og fóðureiningin á 6 aura, og mykja og kálfur látið jafnast móti hirðingu, fjósavist m. fl., sem er vel í lagt, hefir kýrin það ár, er hún mjólkaði mest gefið 380 kr. t lireinan ágóða, og als í 15Y2 ár 3046 kr. eða ca. 200 kr. á ári að meðaltali. Stór ostur. Á heirassýninguna í St. Louis í Bandaríkjunum, sem á að byrja í maí í vor, ætla ostgjörðamenn í íylkinu New York að senda ost sem vegur 4000 pund. Með þessu ostbákni ætla þeir að sýna að þeir standi um skör framar í ostagjörð en aðrir íbúar Banda- rikjanna. Verðlag smjörmatsnefndarinnar. 27, ’04. 28/ /1 V. - - 1SA - 27, - 73 - 1#/. - l\ - Bezta smjör 91—92 kr. 100 pd. _ _ 91—92 - — — _ _ 91—92 - — — — — 91 -92 — — — — — 95—96 _ — — _ _ 97—98 — — — _ _ 97-98 — - — — 91—92 — — — _ _ 87—88 _ — —

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.