Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 5
LJÓSMÆÐRABLiAÐIÐ 29 til eggjahvítu, sykurs, fitu, þungra málma o. fl. og þess linnast dæmi, að öllum þessum efnaskiftasjúkdómum fylgi andlegur vanþroski. Ný og fullkomnari rannsóknar- tækni mun á næstu árum leiða í ljós enn fleiri skýringar á andlegum vanþroska. Margir sjúkdómar sprottnir af orsökum, sem enn eru ókunnar, virðast hliðstæðar þess- um. Algengasta og þekktasta myndin er Föllingssjúkdómur eða fenylketonurea, sem Norðmaðurinn Asbjörn Fölling, prófessor í Oslo, lýsti fyrstur árið 1934. Hann er röskun á eðlilegum eggjahvítuefnaskiftum. Hægt er að greina sjúkdóminn með því að láta ferrikloridupplausn í þvagið og kemur þá fram græn litasvörun. Sjúkdómurinn olli allt- af mikilli andlegri vöntun, oft samfara flogaveiki. Föll- ingssjúkdómur erfist víkjandi. Talið er að um 1% af Svíum beri þennan erfðaeigin- leika, um íslendinga veit ég ekki. Nálega eitt barn af hverjum 20,000 nýfæddum í Svíþjóð er með sjúkdóminn. Þau lifa ekki skemur en önnur börn. Þegar orsakir sjúk- dóma skýrast, finnast oftast læknisráð. Ef til vill ætti í þessu sambandi frekar að tala um að girða fyrir en lækna. Hafi heilaskemmdir náð að myndast, er hvorki hægt að lækna þær né bæta. Ef sjúkdómurinn finnst mjög fljótt eða á þremur fyrstu mánuðum ungbamsins, þannig að hægt sé að koma við réttu mataræði og halda því áfram í langan tíma, eru góðar horfur á, að barnið nái eðlilegum andlegum þroska. Föllingssjúkdómur er oft tekinn sem dæmi um þessa efnaskiftasjúkdóma, enda er hann algengastur af þekktum sjúkdómum hliðstæðum. Til eru efnaskiftatruflanir í sambandi við sykurefna- skiftin, hin svonefndu galaktoshæmi, sem þó er miklu sjaldgæfari, en auðveldari meðferðar vegna þess, að hæg- ara er að útiloka sykur úr fæðunni en eggjahvítu. Nú þegar eru nokkrir slíkir efnaskiftasjúkdómar kunn-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.