Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Qupperneq 17

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Qupperneq 17
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 41 Þegar barnið tók upp á því að mjálma í vöggunnL I dönskum blöðum var frá því skýrt fyrir skömmu að i'yrir tilviljun hefði þar orðið vart við nýstárlegan sjúk- dóm kornbarna, sem væri að kenna vanþroskun eða sködd- un í litningum bamanna. Fyrst var frá þessum sjúkdómi skýrt í Frakklandi árið 1963. Það voru hjúkrunarkonur á fæðingardeild eins sjúkra- hússins í Kaupmannahöfn sem vöktu athygli yfirlæknis- ins á því að eitt nýfæddu barnanna gaf í sífellu frá sér hljóð, er voru nákvæmlega eins og þegar köttur mjálmar. Annar læknir var þar nærstaddur og hafði sá þá fyrir nokkrum dögum einmitt verið að lesa um þetta kattar- mjálm ungbarna í frásögn fransks læknis. Franski læknirinn hafði heyrt samskonar mjálm úr munni barns í sjúkrahúsinu sem hún starfaði við, þótti mjög undarlegt og gerði leit í öðrum sjúkrahúsum í borg- inni hvort þar fyrirfyndist nokkuð svipað. Við leitina fundust tvö börn til viðbótar, sem bæði mjálmuðu í sífellu. Börnin þrjú voru öll tekin til gagngerðrar rannsóknar og kom í ljós að þau voru öll veikburða og andlega vanþroska. I ljós kom ennfremur, að ástæðan fyrir hinu undarlega mjálmi þeirra var hin sama hjá þeim öllum þrem, van- þroska eða skaddaðir litningar. Við nákvæma skoðun kom í Ijós að fimmti litningurinn var gallaður. Það er löngu alkunna, að það eru litningarnir, sem bera Eieð sér alla þá eiginleika sem við hljótum að erfðum og ÖU okkar þróun, andleg og líkamleg er þeim því háð. En Þetta er í fyrsta skipti í sögu læknavísindanna, sem hægt er að tengja ákveðinn líkamsgalla ákveðinni litningssködd- lln- Talið er að fimmti litningurinn beri ábyrgð á myndun ^arkans og ástæðan til þess að bamið í vöggunni á fæð- lngadeildinni í Kaupmannahöfn mjálmaði sé sú, að fimmti útningurinn hafi ekki getað myndað barkann eins og lög gera ráð fyrir.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.