Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 33 fávitaháttar. Hafi fóstur fengið í arf frá föður blóðflokk, sem er ólíkur blóðflokki móður, myndar móðirin í sumum tilfellum mótefni gegn blóðflokkum fóstursins. Þessi mót- efni síast í gegnum fylgjuna inn í blóðrás fóstursins með þeim afleiðingum, að blóðkorn þess springa. Blóðrauðinn og efni úr honum, sem þar fara út í blóðvatnið, setjast í ýmis líffæri fóstursins, þar á meðal heilann og valda tjóni á þeim. Algengast er þetta milli móður og fósturs við svo- nefndan Rhesusþátt rauðra blóðkorna. Um það bil 85% Evrópubúa hafa þennan arfgenga ríkjandi þátt í blóðkorn- um sínum og eru sagðir jákvæðir Rhesus +. Þeir, sem hafa erft víkjandi hliðstæðu hans frá báðum foreldrum, eru sagðir Rhesus neikvæðir. Oft kom ólíkir blóðflokkar ekki að sök, en komi fram einkenni er nú farið að skifta um blóð í þessum börnum nýfæddum. Innkirtlar eru þeir kirtlar nefndir, sem skilja efni sín beint út í blóðrásina, en ekki út á yfirborðsþekju. Hormón- ar eða vakar nefnast efni þau, sem innkirtlar framleiða. Störf þeirra eru nátengd starfi taugakerfis. Þau stjónia viðbrögðum líkamans út á við. Þau ráða meðal annars vaxtartíma barna, ákveða ytri kyneinkenni karla og kvenna, stjórna hraða ýmissa efnabreytinga líkamans o. fl. Einn þessara innkirtla er skjaldkirtillinn, sem liggur framan á og til hliðar við barkakýlið. Hann er joðgeymsla bkamans, en joðið notar hann jafnframt í framleiðslu hormóns, sem hann geymir í sér og selur líkamanum eftir þörfum. Hraða hormónútskilnaðar skjaldkirtilsins er stjórnað af heiladingulshormóni. Þannið er skjaldkirtill- inn, eins og flestir aðrir innkirtlar, undir stjórn heilading- ulsins. Skjaldkirtilhormón er m. a. nauðsynlegur líkamleg- um og andlegum vexti barna. Gæti skorts á því hjá fóstr- mu, verður afleiðingin kretindvergur. Ekki þurfa einkenni þessi að vera ljós við fæðingu. Áður en fyrsta aldursárið er liðið, fer þó að bera á þeim. Barnið er sljótt, lystarlítið, húð þess er föl og þurr, hárið gisið og strýkennt. Tungan

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.