Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 3

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 3
Um orsakir andlegs vanþroska Frú Ragnhildur Ingibergsdóttir yfirlæknir Kópavogshælis hefir sýnt blaðinu þá vinsemd að semja fyrir það eftirfarandi grein og er blaðinu mikill akkur í að geta flutt lesendum sínum svo ágætt efni. Frú Ragnhildur er fædd að Reykjahvoli í Mosfellssveit 15. apríl 1923. Foreldrar Ingibergnr Runólfsson bifreiðastjóri og kona hans Sigríður Olga Kristjánsdóttir. Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavik vorið 1942. Kandidatsprófi frá lækna- deild Háskóla Islands vorið 1950. Að loknu kandidatsári við fram- haldsnám í Sviss og Danmörku. Eitt ár á Psychiatrische Poliklinik fiir Kinder und Jugendliche í Ziirich, eitt ár á geðveikrahælinu í Middelfart á Fjóni, hálft annað ár á fávitahælinu í Brejning á Jót- landi. Frá 1. janúar 1956 hælislæknir á fávitahælinu í Kópavogp. Hún er gift Birni Gestssyni forstöðumanni og eiga þau tvö börn. Ritstj. Gáfnatregða, andlegur vanþroski eða á fræðimáli oligophreni. Þetta voru lengi orðin yfir þessa algengu ólíku sjúkdóma og hjálpin var aðallega fólgin í gæzlu. Ef talað er um framfarir í læknisfræði á þessu sviði, þá verður að byrja á því að tala um uppgötvanir þær, sem fram hafa komið í þessum efnum á síðustu árum. Nú vinna margar rannsóknarstöðvar saman að rann- sóknum á andlegum vanþroska. Barnalæknar og geðlækn- ar, taugalæknar og taugaskurðlæknar, fæðingarlæknar og ónæmifræðingar, erfðafræðingar og efnafræðingar. í stuttu máli má segja, að í öllum greinum læknisfræð- innar sé unnið að rannsóknum á andlegum vanþroska. Fyrir samvinnu erfðafræðinga og efnaskiftafræðinga hefur fengizt þekking um arfgenga efnaskiftasjúkdóma. Þessir efnaskiftasjúkdómar erfast víkjandi og lýsa sér sem truflun eða vöntun á hvataáhrifum. Hún getur náð

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.