Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 18
42 L J ÓSMÆÐR ABLAÐBD Ástæðan til þess að franslta lækninum datt í hug að mjálm barnanna kynni að vera um að kenna sködduðum litningum var sú, að það var einmitt hún sem nokkrum ár- um áður hafði veitt því athygli að litningur nr. 21 er jafn- an skaddaður í börnum þeim sem kallast mongolidar. Síðar hafa fundizt fleiri sjúkdómar sem hægt er að tengja óvenjulegum háttum litninga. Þó segja læknar af sinni venjulegu varúð að ekki sé öldungis víst að öll kornabörn sem taki upp á því að mjálma séu með skaddaða litninga, um það þurfi rannsókn að skera úr. 1 Danmörku hafa fundizt tvö böm önnur sem líka mjálma eins og kettir, en þau börn eru miklu eldri, fjög- urra ára gömul og bæði andlega vanþroska. í Englandi hefur einnig fundizt eitt barn á sama reki sem eins er ástatt um en annars eru börn þessi yfirleitt mjög ung, sem næst nýfædd. Þrjú barna þessara eru í Danmörku, eitt er enskt, eitt sænskt, fimm frönsk og þrjú annars staðar að. Fyrirbrigði þetta hefur ekki áður vakið almenna athygli. Það er fyrst eftir skrif dr. Lejeune um það árið 1963 sem læknar fóru að gefa því gaum. Um flest barna þessara er það að segja að þau eru mjög heilsutæp og lifa sjaldan lengi. Endist þeim aldur er andlegur þroski þeirra fjögurra ára gamalla á við níu mánaða bam. Dagleg notkun eiturefna. Enska blaðið Sunday Express skýrir svo frá: „Á hverju kvöldi tekur milljón manna á Bretlandi svefnpillur — pillur sem geta verið banvænar. Nú er búið að byggja sérstakt sjúkrahús fyrir sjúklinga, sem algjörlega eru háðir svefnlyf jum. Á hverju ári eru keypt deyfandi lyf fyrir um það bil tvær milljónir punda. Heilbrigðisyfirvöldin segja — óhuggnan- lega margir hafa dáið af þessum ástæðum og þá einkum konur... Allt of margir sjúklingar ná í þessi lyf og

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.