Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 16
40 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Öruggt lyf komið á markað gegn mislingum — fjöldi barna hefur látizt úr þeim í Tyrklandi að undanförnu. Bandaríska tímaritið U. S. News & World Report segir frá því, að heilbrigðisþjónustan í Bandaríkjunum hafi nú leyft notkun nýs bóluefnis gegn mislingmn. Það er fyrir- tækið Dow Chemical Company í Indianapolis, sem fram- leiðir lyf þetta, og hefur það verið reynt með mjög góð- um árangri síðustu þrjú ár. Að sögn framleiðandans er lyfið mjög öruggt, og er talið að það verndi börn fyrir mislingum í 99 tilfellum af hverjum 100. Þá er einnig sagt, að mjög óverulegar aukaverkanir fylgi bólusetningu með liinu nýja móteitri gegn mislingum, og þyrfti því ekki að gefa samtímis nein lyf til að koma í veg fyrir útbrot eða hitasótt. Hið nýja lyf var prófað í þrjú ár og 18 þúsund börn bólusett með því. Rannsóknir leiddu í ljós, að ónæmið getur haldizt í allt að tvö og hálft ár. Bóluefnið er hið fimmta, sem tekið hefur verið í notkun gegn mislingum síðan 1963, en engu að síður er talið, að um 20 milljón börn í Bandaríkjunum séu vamarlaus gegn mislingum. Talið er, að um 500 börn deyi úr mislingum eða afleiðingum þeirra á hverju ári í Bandaríkjunum. Fyrir skömmu barst sú frétt frá Istanbul, að skæður lungnabólgu- og mislingafaraldur geisaði nú í Austur-Tyrklandi. Hafa 217 manns beðið bana, flest þeirra börn.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.