Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 4
28 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ öðrum orðum stuðla að því að sjónin megi þroskast á eðlilegan hátt. Þetta er yfirgripsmikið efni og margbrotið og verður því óhjákvæmilega að stikla á stóru í stuttu erindi. Öllum er okkur kunnugt, að við höfum tvö augu og að samstarfið milli þeirra er náið. Það er svo náið, að frá starfrænu (funcitional) sjónarmiði starfa þau sem ein heild — eitt auga — (cyclops). I vitundinni er það stað- sett í miðju enni — eða þannig boð berast til heilans frá augunum, að um er að ræða skynjun frá einu auga. Manni kemur ósjálfrátt í hug eineygðu risarnir — cyclopes — sem Homer meðal annarra segir frá í grískum ritum. En þetta um cyclopes Homers er útúrdúr, þó ekki væri ófróð- legt að skyggnast eitthvað bak við frásögnina að hug- myndinni um þá. Svo horfið sé aftur að okkar cyclops, þá er það svo, að enda þótt ljósgeislarnir brotni og mynd framkallist í hvoru auga — á hvorri sjónhimnu — fyrir sig, er heilinn þess megnugur að fella þessar tvær myndir saman í eina — þar sem við greinum form, liti og innbyrðis afstöðu þess, sem við sjáum í umhverfinu hvers til annars — það er við höfum dýptarskyn í myndinni. Til þess að ná þessari fullkomnun þarf vissum skilyrð- um að vera fullnægt. — Geislarnir, sem framkalla mynd- ina þurfa að falla á ákveðna staði á hvorri sjónhimnu, sem frá náttúrunnar hendi svara hvor til annars. — Það er líkt og í heilanum væri hvor sjónhimna felld yfir hina þannig að samsvarandi staðir féllu hver yfir annan. Sé þessu þannig varið, að ljósgeislarnir falli á þessa sam- svarandi staði og augun séu að öðru leyti eðlileg höfum við fullkomna sjón þar sem við sjáum hlutina í litum og dýpt. Það er hlutverk augnvöðvanna, þeirra ytri sem kallaðir eru að hreyfa augun þannig að myndin mótast á sam- svarandi stöðum á hvorri sjónhimnu — um leið og innri

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.