Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 9
LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ
33
anna ? eða kemur einhver heilsugæzla sjónarinnar til
greina? Af því sem hér að framan hefur verið sagt, ætti
það að vera augljóst mál að svo er. Ég hef takmarkað
mig við eðlilegan þroska sjónarinnar og þær hindranir,
sem geta orðið á þeim þroska án þess að um nokkuð til-
takanlega afbrigðilegt hafi verið að ræða, sem rekja má
til sjúkdóma augans. Ég hef heldur ekki farið út í augn-
lamanir — eða lamanir á einstökum augnvöðvum, sem
eru þó ekki alveg óalgengar t. d. eftir erfiðar fæðingar,
sérstaklega tangarfæðingar. Það gildir almennt, að mað-
ur getur gengið út frá því, að barn, sem verður rangeygt
á 1. aldursári hafi lamaðan augnvöðva frá fæðingu. Sú
lömun getur að sjálfsögðu verið mikil eða lítil eftir at-
vikum. Slík augu þurfa að sjálfsögðu strax eftirlits með.
Það eru þá þau augu, sem ekki geta beint talist af-
brigðileg, en samt hafa tilhneigingu til að skekkjast á
því aldursskeiði — einkum 2—3 ára og síðar, þegar skil-
yrði eru orðin fyrir hendi til að nota þau til skarprar
sjónar nærri. Það er eðlilegt að um nokkra fjarsýni sé
enn að ræða — eins og bent hefur verið á.
En hér getur verið allur gangur á. Hún getur verið
meiri en eðlilegt er — og hún getur líka verið mismikil á
hægra og vinstra auga. Það getur verið um sjónskekkjur
að ræða, og þær þá mismiklar o. s. frv.
Þetta allt þarf að athuga um leið og sjónin er athuguð
á hvoru auga fyrir sig. Oft og tíðum er hægt að leiðrétta
þetta, sem nefnt hefur verið með gleraugum. Séu gleraugu
sett á barn, er ekki þar með sagt að það þurfi að nota þau
um alla framtíð. Stundum geta það bara verið fá ár og allt-
af þarf að fylgjast með þeim t. d. hvað styrkleika snertir.
Margir eru áhyggjufullir út af því að slysahætta fylgi því
að börn noti gleraugu, en það hefur sýnt sig, að hún er
ótrúlega lítil. Margir álíta, að börn séu treg til að nota
gleraugu. Oft er það þó svo, að foreldrarnir eru tregari en
börnin í þessum efnum. Finni barnið, að það sjái betur