Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 16
40 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Blaðið birtir að venju ýmsar fróðlegar upplýsingar bæði úr hagskýrslum og heilbrigðisskýrslum, þótt slík marg- háttuð skriffinnska hafi ekki ætíð þótt þörf á voru landi eins og sjá má á þessum ummælum frá 1703: ,,í vetur fór fram manntal um allt land að fyrirmælum þeirra (Árna Magnússonar og Páls Vídalín), og var allt fólk á landinu fært á skrár með skírnarnafni, föðurnafni og aldri og til- greint heimilisfang hvers þess, er á sér fastan samastað, og lífsbjörg. Gilti þetta jafnt um húsbændur og vinnuhjú, börn og gamalmenni, niðursetur og húsganga, og mátti jafnvel ekki undan fella þjófa og landhlaupara. Þó skyldi skrá ómagatal sveitanna sér í lagi. Taldist fólk á öllu landinu 50358.“ Mannfjöldi á öllu landinu 1. deseniber 1965 var 193.215. Bráðabirgðatölur Hagstofunnar segja mannfjölda á landinu 1. des. 1965, 193.215 manns, 97.688 karlmenn og 95.527 konur. íbúar Reykjavíkur eru 77.943, í kaupstöð- um 52.978, sveitum 62.189 og 105 manns óstaðsettir. Konur eru 2161 færri en karlar. 1. desember 1964 var mannfjöldinn 189.785 og er aukningin á árinu 3.430. Fólksfjöldi, barnakoma og manndauöi Fólksfjöldi 1956 1957 1958 1959 1960 Allt landið i árslok (1. des). 162700 166831 170156 173855 177292 meðalmannfjöldi .... 161090 164766 168494* 172006 175574 Reykjavík 65305 67589 69268 71037 72407 % af landsbúum 40,1 40,5 40,5 40,9 40,8 Hjónavíg'slur Fjöldi 1336 1315 1331 1345 1309 % af landsbúum 8,3 8,0 7,9 7,8 7,5 Lögskilnaðir hjóna Fjöldi 102 115 143 152 125 %c af landsbúum 0,6 0,7 0,8 0,9 0,7 Lifandi fæddir Fjöldi 4603 4725 4641 4837 4916 %c af landsbúum 28,6 28,7 27,5 28,1 28,0

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.