Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 35 fyrir um lestur hennar en efni standa til, og vonandi stendur þetta til bóta hjá okkur. Svo komið sé aftur að því, sem fyrr var frá horfið — þá er birta og lýsing atriði ,sem miklu máli skiptir. Lýs- ing þarf að vera góð, hvorki of eða van. Hún þarf að falla rétt á það, sem fengist er við, svo sem teikningu eða skrift- ir. Fyrir þá, sem skrifa og teikna með hægri hönd, þarf hún að koma frá vinstri hlið, svo höndin skyggi ekki á það, sem verið er að gera. Fleira mætti nefna, en hér hefur einungis verið stiklað á stóru og einhversstaðar verður að láta staðar numið. Hér hefur verið gert að umtalsefni sjón og heilsugæzla hennar á vissu aldursskeiði og sérstaklega verið rakinn eðlilegur þroski sjónarinnar og þær hindranir eða trufl- anir, sem geta orðið á því að fullkomin sjón nái að þrosk- ast. Aukinn skilningur ekki einasta forráðamanna barn- anna heldur líka lækna, ætti að geta orðið til þess, að komið sé í veg fyrir ýmsar truflanir á sjón, sem vitað er að geta orðið á veginum meðan sjónin er enn á þroska- fikeiði og jafnvægi milli augnanna að mótast. Allt, sem hér hefur verið sagt, er um augun sérstaklega og sjónina. Ekki má það þó gleymast, að augun eru hluti og það óaðskiljanlegur hluti af mannslíkamanum í heild og að þau starfa í nánum tengslum við aðrar líffæraheild- ir og á það einkum við um taugakerfið og sérstaklega heilann. Almennt heilsufar speglast í augunum á þann veg, að sé manneskjan eða barnið — eins og við höfum sérstak- lega haft til meðferðar hér — þreytt eða að öðru leyti illa fyrirkallað getur það gefið sig til kynna t. d. þannig, að jafnvægi á hreyfingum augnanna tapist. Hafi þetta jafn- vægi verið vissum erfiðleikum háð fyrir — á þetta enn frekar við — enda er það oft svo að forráðamenn barn- anna taka oft fyrst eftir því, að barnið er rangeygt eða hefur tilhneigingu til þess, þegar það er þreytt — í geðs-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.