Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 5
L J ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ
29
augnvöðvarnir sjá um að móta augasteininn í samræmi
við fjarlægðina þannig að ljósgeislarnir brotni á sjón-
himnunni.
Áður en þessari fullkomnu sjón er náð er löng þroska-
braut, og á henni geta verið ýmis ljón á veginum til hindr-
unar.
Við fæðingu eru augun á ýmsan hátt óþroskuð eins og
líkaminn í heild. Þau hafa þó náð liðlega 70% af stærð
sinni, en eru á ýmsan annan hátt óþroskuð. — Þannig
hefur sjónhimnan sjálf ekki náð þeim þroska, sem síðar
verður og á þetta einkum við þann hluta hennar, sem
skörpust sjón er bundin við — gula blettinn — (macula
lutea). Þetta á líka við um augnvöðvana bæði þá ytri, en
einkum þó þá innri.
Af þessu leiðir að á fyrsta aldursskeiðinu er sjónin
ekki nema brot af því sem síðar verður.
Við fæðingu er sjónin álitin vera kringum 6/60 (1/10),
1 árs 6/36 (1/6), 2 ára 6/12 (y2), 3 ára 6/9 (%), og 5
ára um 6/6 eða þá er nokkurnveginn þeirri fullkomnun
náð sem mest verður.
Bæði vegna þess að augun hafa ekki náð fullri stærð
og sömuleiðis af öðrum orsökum erum við f jarsýn á fyrstu
árunum þannig að um 5D* nemur við fæðingu. Þessi f jar-
sýni smáminnkar með árunum, þannig að um 8 ára aldur
er fjarsýnin minni en 1D.
Um 2 ára er barnið enn talsvert fjarsýnt — 4D —,3
ára tæpar 3D. 4 ára rúmar 2D, 5 ára rúmar iy>D og um
8 ára aldur eins fyrr getur minna en 1D.
Augnvöðvarnir allir eru bæði óþroskaðir, og einkum er
þó samræmingu hreyfinga þeirra áfátt. Ytri augnvöðv-
arnir ná þó fyrr þroska en þeir innri, sem þýðir það að
barnið getur beint augunum að nálægum hlutum (conver-
* D=díoptría, það er einnig, sem fjarsýni (hypermetropia), nær-
sýni (myopia), og sjónskekkjur (astigmatismus) er mælt í.