Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 8
32 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ aldur og forða barninu þannig frá hugsanlegu aðkasti frá hendi skólafélaganna. Hvað sjóninni viðkemur hættir sjón með báðum aug- um að þroskast frá því augnabliki, sem augun hætta að starfa saman. Það, sem sagt var áður um þroska sjónar- innar, það er hin meðfæddu og áunnu viðbrögð — gerir það nú skiljanlegt hversvegna ekki þarf einungis tíma til að augun þroskist, heldur þarf líka að nota þau saman. Nema hvorutveggju þessu sé fullnægt nær sjónin ekki að þroskast eðlilega. Afleiðingin verður allavega sú, að um fullkomna sjón verður ekki að ræða. — Það getur verið að barnið haldi nokkurnveginn jafnri sjón á báðum augum — noti þau á víxl eftir ástæðum — en allt eins getur það skeð og skeð- ur mjög oft að hætt sé meira og minna að nota annað augað og þá getur sjónin staðnað á því þroskastigi, sem hún hefur náð, þegar augun skekktust. Síðar meir getur sjónin svo dofnað meir. En setjum svo að slíkt auga yrði rétt síðar, þá gæti sjónin á því lagast aftur, þegar farið yrði að nota augun aftur saman — það er lagast upp að því marki, sem þroskinn hafði náð — en ekki endilega meira. Af þessu leiðir að tíminn verður svo mikilsverður í þessu sambandi — það er að sem minnstur tími af hinu eðlilega þroskaskeiði fari til spillis, ef svo má segja — og þar af leiðir, að forráðamenn barna eiga ekki að bíða of lengi og sjá til hvort augun réttist af sjálfu sér. Oft heyrir maður sagt sem svo — þetta lagast með tímanum, — bezt er að sjá til og sjá hvað setur. —. Þetta er mis- skilningur, háskalegur misskilningur væri hægt að bæta við, þar eð tíminn er því miður sjaldnast bandamaður í þessum efnum. Það er þó rétt, að stundum réttast augu með tímanum, sem höfðu áður verið skökk, — en það er þá oftast á kostnað sjónarinnar á því auganu, sem skakkt var, — og hefur þá biðin verið dýru verði keypt. En hvað er þá hægt að gera ? — Er hægt að gæta augn-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.