Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 31 þroskast hinsvegar misfljótt. Þannig er það, að barn get- ur tiltölulega fljótt beint augunum að nálægum hlutum, en getur þá ekki séð þessa hluti greinilega. Þetta þýðir það, að hreyfingar augnanna og viðleitnin til að sjá greinilega nærri sér þroskast ekki jafnfljótt, en það er hinsvegar nauðsynlegt að þessir tveir þættir mótist í inn- byrðis samræmi, því ef röskun verður á — er tilhneiging til að augun missi jafnvægi — eða barnið verði rangeygt. Það er fyrst og fremst milli 2 og 3 ára aldurs eða þar um bil, að þessi samræming er að ná fótfestu og mótast. Þá hefur sjónskerpan aukizt verulega og þá er augnvöðv- inn inni í auganu, sem mótar augasteininn þannig að hlutir nærri manni geta sést vel, það mikið þroskaður að hann fer að láta til sín taka. Það er því á þessu aldurs- skeiði sem nokkur hætta er á, að röskun á samræmi þess- ara þátta geti orðið. Forráðamenn barna þurfa því að vera vel á verði og huga að því hvort börn hafi á þessum árum nokkra tilhneigingu til að vera rangeygð og láta þá athuga augun sem fyrst. Því ef augun hætta að starfa saman — og það gera þau um leið og aukun skekkjast — er ekki lengur um sjón með báðum augum (visio binocul- aris) að ræða með þeim afleiðingum, sem það hefur í för með sér. En það er, að skilyrum fyrir þroska eðlilegrar sjónar er ekki fullnægt. Og hér er það sem heilsugæzlan í sambandi við sjón- ina á fyrstu aldursárunum getur látið til sín taka. Ef augun hætta að starfa saman — barnið verður rangeygt — hefur það margvíslegar afleiðingar í för með sér. Flestum ber saman um, að sálfræðilega séð, sé það visst andlegt áfall fyrir barnið að vera rangeygt — og þannig frábrugðið öðrum börnum. Margir leggja mikla áherzlu á þetta atriði og álíta, að þó ekki væri nema fyrir það — þyrfti að rétta augun sem allra fyrst og helzt fyrir skóla-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.