Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 6
30 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ sjálfsögðu til samræmis að lengja þann tíma, sem þess- um þætti námsins er ætlaður. Þessir málaleitan allri var mjög vel tekið af ráðherra og könnun hófst strax á veg- um ráðuneytisins. Við könnun og undirbúnings málsins tók það á sig ýmsar myndir m. a. þá að ef til slíks náms komi, gæfist þeim ljósmæðrum einum réttur til að sækja hann, sem hefðu lokið 2ja ára námi frá L.M.S.l. og einnig gagnfræðaprófi. Þessi viðhorf og ýmis fleiri ræddi stjórn- in á fundum sínum og taldi þessa málsmeðferð óeðlilega og ekki líklega til að skila því, sem eftir væri sótzt með slíku framhaldsnámi og óréttur gagnvart þeim ljósmæðr- u.n, sem skilað höfðu því, sem af þeim var krafist á hverj- um tíma að ógleymdri starfsreynzlu. En stjórnin taldi það eitt eðlilegt, að öllum ljósmæðr- jm gæfist kostur á að sækja slíkt nám. Hinsvegar taldi hún æskilegt og mjög nauðsynlegt, að væntanlegum nem- endum gæfist kostur á undirbúningsnámi og inntökuprófi í einhverju formi væri eðlilegt og gengi þá eitt yfir allar. Á fjölmennum félagsfundi í Norræna húsinu þann 5. nóvember s. 1. bar formaður fram svohljóðandi ályktun- artillögu um viðbótarmenntunina. ,,Til heilbrigðismálaráðherra: Vegna athugunar á framhaldsmenntun fyrir ljósmæð- ur var samþykkt svohljóðandi ályktun á almennum fé- lagsfundi, sem haldinn var í Norræna húsinu þann 5. nóvember s. 1. Að tilhlutan L.M.F.I. hefur verið gerð könn- un á þeim möguleika að bæta að nokkru úr tilfinnanlegum hjúkrunarkvennaskorti í landinu, með því að halda nám- skeið í hjúkrun fyrir ljósmæður og nýta þannig starfs- krafta þeirra og þekkingu, þar sem vitað er að nokkur fjöldi þeirra er ekki í starfi. Fundurinn ályktar, að eigi þessi tilraun að ná tilgangi sínum sé nauðsynlegt, að öll- um ljósmæðrum með próf frá Ljósmæðraskóla Islands gefist kostur á að njóta slíkrar framhaldsmenntunar, ef að þessu ráði verðúr horfið.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.