Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 15
L J ÖSMÆÐR ABLAÐIÐ 39 Síðan urðu nokkrar umræður um málið og kom þar margt athyglisvert fram. Fól fundurinn síðan stjórninni að annast þetta mál. VI. Sigurbjörg Guðmundsdóttir skýrði frá reikningum minningarsjóðs ljósmæðra. Fundarstjóri bar þá undir at- kvæði fundarins og voru þeir samþykktir. VII. Lífeyrissjóður ljósmæðra. Formaður tók til máls, las hún upp lög sjóðsins, sagði síðan að þetta vandamál með lífeyrissjóðinn hefði verið rætt á stjórnarfundum og væri búið að fá Guðjón Hansen tryggingafræðing til að endurskoða sjóðinn. Fundur var haldinn hjá sjóðsstjórninni 5. maí 1972. Las formaður upp fundargerðina. Þá kvaddi Guðjón Hansen sér hljóðs og ræddi fyrirhugaða þátttöku sína í endur- skoðun ljósmæðralaga með tilliti til lífeyrissjóðsins.. Var þar stungið upp á að Guðjón héldi áfram athugunum sín- um á lífeyrissjóðnum í samvinnu við stjórnina og var það samþykkt. Annar fundur verður væntanlega haldinn með haust- inu. Fyrirsjáanlegt er að lítið verður hægt að gera fyrr en lög félagsins verða komin í fastar skorður. Nokkrar umræður urðu um, hvað helzt væri að gera við sjóðinn og tóku þar til máls Freyja Antonsdóttir, Hulda Jensdóttir, Margrét Þórhallsdóttir og Þórdís Ölafs- dóttir. Kom helzt fram sú hugmynd sökum þess hve líf- eyrissjóðurinn er lítill, að hann ætti kost á að ganga inn í aðra stærri sjóði, t. d. eins og lífeyrissjóð hjúkrunar- fólks. Formaður undirstrikaði að fylgja yrði þessu máli fast eftir. Kosningar: Or stjórn átti að ganga gjaldkeri félagsins Áslaug Hauksdóttir, gaf hún ekki kost á sér til endur- kjörs. Stungið var upp á Agnesi Engilbertsdóttur, Huldu Jensdóttur og Unni Jensdóttur. Agnes Engilbertsdóttir var kjörin gjaldkeri félagsins með 24 atkvæðum. Hulda Jensdóttir fékk 18 og Unnur Jensdóttir 2. Katrín Hall

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.